Skeljungur hf.: Fjárfestum boðið að leggja fram óskuldbindandi tilboð í P/F Magn, dótturfélag Skeljungs, vegna aukins áhuga á félaginu. Tilboðum skal skilað fyrir 4. júní nk.


Þann 24. mars síðastliðinn var birt tilkynning þess efnis að stjórn Skeljungs hefði tekið ákvörðun um að meta framtíðarkosti eignarhalds á P/F Magn. Í kjölfar áhuga fjárfesta á P/F Magn var birt tilkynning þann 13. apríl síðastliðinn þar sem Skeljungur birti samantekt úr áætlun P/F Magn fyrir árið 2021.

Fjárfestar hafa sýnt áhuga á að leggja fram tilboð í P/F Magn og í ljósi þess hefur stjórn Skeljungs hf. ákveðið að bjóða fjárfestum að leggja fram óskuldbindandi tilboð í P/F Magn, dótturfélag Skeljungs í Færeyjum. Tilboðum skal skilað fyrir 4. júní nk. til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka hf., ráðgjafa Skeljungs. Möguleg sala P/F Magn er háð samþykki hluthafafundar Skeljungs sem og öðrum skilyrðum sem aðilar kunna að setja.

Óvíst er hver framgangur málsins verður og verða frekari upplýsingar veittar eftir framvindu mála.

Vakin er athygli á því að framangreint er liður í mati á framtíðarkostum eignarhalds á P/F Magn sbr. tilkynningu sem birt var þann 24. mars síðastliðinn.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/