Festi hf: Sala eigna í samræmi við sátt við Samkeppniseftirlitið

Kopavogi, ICELAND


Festi hf. gerði sátt við Samkeppniseftirlitið dags. 30. júlí 2018 vegna kaupa félagsins á félaginu sem þá hét Festi hf. Samkvæmt sáttinni skuldbatt Festi hf. sig m.a. til þess að selja verslun á Hellu sem rekin hefur verið undir vörumerkinu Kjarval. Festi hefur gert samkomulag um sölu framangreindrar verslunar ásamt verslun Krónunnar í Nóatúni til Samkaupa. Hafa viðskiptin nú verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. Við söluna er fullnægt söluskilyrðum framangreindrar sáttar. Mun afhending eignanna fara fram á næstunni.