Tilkynning frá Eimskip


Eimskip og Samkeppniseftirlitið hafa gert með sér sátt í samkeppnismálinu sem eftirlitið hefur haft til rannsóknar síðustu ár en megin rannsóknartímabilið er árin 2008 til 2013.

Eimskip leggur áherslu á að átt hafi sér stað grundvallarbreytingar í rekstri félagsins á undanförnum árum, nýir stjórnarhættir hafa verið teknir upp, ný stjórn og stjórnendur hafa komið til starfa og nýir aðaleigendur fara nú fyrir félaginu. Eimskip leggur einnig áherslu á að með gerð þessarar sáttar staðfesti félagið vilja sinn til þess að starfa í samræmi við markmið samkeppnislaga og byggir á því að sáttin sé til þess fallin að efla samkeppni. 

Með sáttinni eru viðurkennd samskipti og samráð við Samskip á rannsóknartímabilinu sem hafi falið í sér alvarleg brot gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins. Einnig er viðurkennt brot gegn 19. gr. samkeppnislaga. Vegna framangreinds fellst Eimskip á að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.500 milljónir króna eða sem samsvarar um 10 milljónum evra.

Með undirritun sáttarinnar telst samkeppnismálinu lokið gagnvart félaginu og kemur ekki til frekari rannsóknar eða málsmeðferðar gagnvart Eimskip eða starfsmönnum þess að hálfu Samkeppniseftirlitsins vegna málsins.


Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:

„Það er mikilvægur áfangi að ljúka nú með sátt samkeppnismálinu sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar og varðar tímabilið 2008-2013 þó vissulega séu þetta þung skref að taka. Frá þeim tíma hefur orðið grundvallarbreyting á rekstri félagsins, nýir stjórnendur tekið til starfa, nýir eigendur komið að félaginu og stjórnarhættir bættir. Liður í þessum breytingum og þeirri vegferð sem við erum á var að ná fram sátt í þessu máli og nú hefur óvissu sem því fylgdi verið eytt. Þrátt fyrir neikvæðu fjárhagslegu áhrifin af sektinni var það mat stjórnar Eimskips að best væri fyrir heildarhagsmuni félagsins að ljúka þessu gamla máli með sátt.“

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á investors@eimskip.is. 


Viðhengi



Attachments

Sátt 16.6.2021