Skeljungur hf.: Móttekin óskuldbindandi tilboð í P/F Magn, dótturfélag Skeljungs í Færeyjum, yfirfarin og hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að ganga til viðræðna við valda tilboðsgjafa


Þann 9. júní síðastliðinn var birt tilkynning þess efnis að frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í P/F Magn væri runninn út og að Skeljungur, ásamt ráðgjöfum sínum, myndi yfirfara móttekin tilboð til að kanna forsendur og fyrirvara þeirra.

Nú hefur Skeljungur, ásamt ráðgjöfum sínum, yfirfarið þau tilboð sem bárust og hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að ganga til viðræðna við valda tilboðsgjafa.

Framangreint getur leitt til sölu á P/F Magn. Möguleg sala P/F Magn er háð samþykki hluthafafundar Skeljungs sem og öðrum skilyrðum sem aðilar kunna að setja.

Vakin er athygli á því að framangreint er liður í mati á framtíðarkostum eignarhalds á P/F Magn sbr. tilkynningu sem birt var þann 24. mars síðastliðinn.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is

www.skeljungur.is
https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/