Festi hf: Uppfærð afkomuspá í aðdraganda árshlutauppgjörs 2F 2021

Kopavogi, ICELAND


Samkvæmt drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs 2021 þá nemur EBITDA félagsins 2,5 milljörðum króna samanborið við 1,7 milljarða króna árið áður sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára. Rekstur ársfjórðungsins gekk umfram áætlanir hjá N1, ELKO og Krónunni en í samanburðinum þá höfðu áhrif COVID-19 heimsfaraldursins umtalsverð neikvæð fjárhagsleg áhrif á fjórðunginn í fyrra.

Í ljósi betri afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi 2021 og mati stjórnenda á horfum út árið þá er EBITDA spá félagsins hækkuð um 900 millj. kr. eða í 8.800 - 9.200 millj. kr.  Söluhagnaður af fasteignum sem tilkynnt var um 30. júní 2021 er ekki tekin með í afkomuspá ársins þar sem fyrirvörum um viðskiptin hefur ekki verið aflétt.

Árshlutareikningur 2. ársfjórðungs 2021 verður birtur 28. júlí næstkomandi og verður kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa haldinn á Dalvegi 10-14 á 3ju hæð fimmtudaginn 29. júlí 2021 kl. 8:30.

Nánari upplýsingar veitir Eggert Kristófersson, forstjóri, (eggert@festi.is) og Magnús Kr. Ingason, fjármálastjóri, (mki@festi.is).