Reginn hf. - Útboð grænna skuldabréfa


Reginn hf. (Nasdaq: REGINN) heldur lokað útboð á skuldabréfum félagsins þriðjudaginn 10. ágúst næstkomandi. Boðnir verða til sölu grænu skuldabréfaflokkarnir REGINN23 GB og REGINN27 GB.

REGINN23 GB er óverðtryggður flokkur sem ber 3,20% vexti og hefur lokagjalddaga þann 30. júní 2023. Stærð flokksins er nú 2.900 m.kr. að nafnverði.

REGINN27 GB er verðtryggður flokkur sem ber 1,25% vexti og hefur lokagjalddaga þann 28. júní 2027 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum. Stærð flokksins er nú 1.820 m.kr. að nafnverði

Áætlaður uppgjörsdagur er miðvikudagurinn 18. ágúst 2021 og sótt verður um skráningu skuldabréfanna á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf.  

Kröfur samkvæmt skuldabréfunum eru tryggðar samkvæmt almenna tryggingarfyrirkomulaginu.

Umgjörð Regins um græna fjármögnun ásamt vottun CICERO má nálgast á vefsíðu Regins á slóðinni https://www.reginn.is/en/investors/green-financing.

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.


Nánari upplýsingar:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is  - S: 512 8900 / 899 6262