Reginn hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs


Reginn hf. (Nasdaq: REGINN) hefur lokið útboði á skuldabréfum í grænu skuldabréfaflokkunum REGINN23 GB og REGINN27 GB. Alls bárust tilboð að fjárhæð 9.160 m.kr. að nafnvirði.

Heildartilboð í REGINN23 GB námu samtals 3.420 m.kr. að nafnvirði. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 1.480 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 3,09% og verður heildarstærð flokksins í kjölfar stækkunar því að nafnvirði 4.380 m.kr. Flokkurinn er óverðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.

Heildartilboð í REGINN27 GB námu samtals 5.740 m.kr. að nafnvirði. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 4.560 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 1,27% og verður heildarstærð flokksins í kjölfar stækkunar því að nafnvirði 6.380 m.kr. Flokkurinn er verðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.

Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 18. ágúst næstkomandi.

Grænu umgjörðina ásamt vottun CICERO má nálgast á vefsíðu Regins á slóðinni https://www.reginn.is/en/investors/green-financing.

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna ásamt töku þeirra til viðskipta á Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262