Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Breytingar á skilmálum viðskiptavaka

Gerðar hafa verið breytingar á gildandi samningum Reita um viðskiptavaka við Kviku banka annars vegar og Arion banka hins vegar, vegna innleiðingar á MiFID II sem tekur gildi 1. september 2021, og breytinga sem verða á verðskrefum hlutabréfa Reita í kjölfarið. Breytingarnar fela í sér að verðbil kaup- og sölutilboða skuli ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki minna en 1,45%. Þó skuli viðskiptavaka vera heimilt að fara tímabundið undir framangreint viðmið s.s. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar. Önnur ákvæði samninganna halda gildi sínu óbreytt.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, í síma 669 4416 og á einar@reitir.is