Breytingar hafa verið gerðar á samningum við Íslandsbanka hf. og Kviku banka hf. um viðskiptavakt með hluti í Marel hf. í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. Breytingarnar eru gerðar í tengslum við innleiðingu á MiFIDII reglugerðinni og taka gildi 1. september 2021.
Verðbil kaup- og sölutilboða skal nú ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Nasdaq Iceland hf. eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki minna en 1,45%. Þó skal viðskiptavaka vera heimilt að fara tímabundið undir framangreint viðmið svo sem vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.
Fyrir breytinguna var hámarksmunur kaup- og sölutilboða 1,5%. Samningarnir eru að öðru leyti óbreyttir frá 5. janúar 2021.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá Marel starfa nú um 6.800 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti 1.238 milljónum evra árið 2020, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var stofnað 1983, skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, og tvíhliða skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam árið 2019.