Hagar hf.: Breyting á samningi við Kviku banka um viðskiptavakt með hlutabréf Haga hf.


Hagar hf. hafa í dag gert breytingu á samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Högum í Kauphöll Íslands.

Breytingin er eftirfarandi og til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á samningi Haga við Íslandsbanka um viðskiptavakt sem tilkynnt var um í gær:

  • Fjárhæð kaup- og sölutilboða, að nafnvirði, skal nú vera að lágmarki kr. 200.000 í stað kr. 300.000 áður.
  • Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 5,0% er Kviku banka heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða tímabundið þann daginn. Í fyrri samningi var miðað við 10% verðbreytingu.

Að öðru leyti en hér greinir er samningur við Kviku banka hf. frá 13. febrúar 2020 og viðauki frá 31. ágúst 2021 óbreyttir.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga, geg@hagar.is