Skeljungur hf.: Jákvæð afkomuviðvörun


Áður birt afkomuspá fyrir árið 2021 gerði ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 3.000-3.400 m.kr. og fjárfestingar yrðu á bilinu 750-850 m.kr.

Við vinnslu á uppgjöri og uppfærðri áætlanagerð fyrir árið 2021 hefur komið í ljós að horfur eru á að afkoma ársins í heild verði umfram áætlanir vegna betri árangurs í rekstri bæði á Íslandi og í Færeyjum undanfarna mánuði.

Af þeirri ástæðu hefur félagið ákveðið í dag að hækka EBITDA spá ársins 2021 úr 3.000-3.400 m.kr. í 3.500-3.700 m.kr. en áætlun varðandi fjárfestingar helst óbreytt, þ.e. 750-850 m.kr.

Hafa ber í huga að upplýsingar sem fram koma í tilkynningu þessari eru einungis bráðabirgðamat og ekki byggðar á endanlegu uppgjöri, endurskoðuðum eða könnuðum niðurstöðum. Þess má geta að endanlegt uppgjör er hvorki endurskoðað né kannað. Forsendur og aðstæður geta tekið breytingum og þar af leiðandi getur afkoma félagsins orðið frábrugðin núverandi horfum.

Félagið mun birta uppgjör þriðja ársfjórðungs 2021 eftir lokun markaða þann 28. október 2021.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri: fjarfestar@skeljungur.is

www.skeljungur.is
https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/