Reginn hf.: Birting viðauka við grunnlýsingu

Kopavogur, ICELANDReginn hf., kt. 630109-1080, Hagasmára 1, 201 Kópavogur, hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsetta 24. júní 2021 sem birt var í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Viðaukinn er dagsettur 7. október 2021 og er hann gerður í tengslum við hækkun á útgáfuramma félagsins úr 70 milljörðum króna í 100 milljarða króna. Viðaukinn er staðfestur af Fjármálaeftirlitinu og skoðast sem hluti af grunnlýsingunni.

Fossar markaðir hf. hafði umsjón með því ferli að fá viðaukann við grunnlýsinguna staðfestan hjá Fjármálaeftirlitinu. Viðaukinn er hér meðfylgjandi og verður einnig birtur á vefsíðu útgefanda, www.reginn.is/fjarfestavefur/fjarmognun/skuldabrefautgafa. Grunnlýsinguna og viðaukann má nálgast á vefsíðunni á gildistíma grunnlýsingarinnar og hjá útgefanda á skrifstofu félagsins.

Nánari upplýsingar:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

ViðhengiAttachments

Reginn - Viðauki við grunnlýsingu - 07102021