Skeljungur hf.: Niðurstaða dómsmáls í Noregi


Eins og Skeljungur hefur áður upplýst um þá höfðaði Marine Supply AS dómsmál í Noregi gegn fyrrverandi stjórnendum Skeljungs og P/F Magn og félögunum sjálfum og fór fram á viðurkenningu á sameiginlegri bótaskyldu vegna meintra brota á trúnaðaryfirlýsingu. 

Í dag kvað héraðsdómur Tromsö upp dóm sinn þar sem fallist var á kröfu Marine Supply AS og sameiginleg bótaskylda fyrrum stjórnenda P/F Magn og Skeljungs og félaganna sjálfra viðurkennd. Dómfelldu eru ósammála niðurstöðu dómsins og  munu því áfrýja dómnum til landsréttar.

Dómurinn hefur engin áhrif á fyrirhugaða sölu Skeljung á Magn í Færeyjum.

Tekið er fram að engin fjárkrafa hefur verið sett fram vegna málsins. Er það enda mat lögmanna Skeljungs að ekkert tjón hafi orðið vegna þeirrar háttsemi sem sakfellt var fyrir. Komi til þess að fjárkrafa verði sett fram og fallist verði á hana hefur Skeljungur í gildi stjórnendaábyrgðartryggingu sem félagið telur að taki til þessa máls. Möguleg fjárhagsleg áhrif á Skeljung eru því hverfandi.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is

www.skeljungur.is
https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/