Kvika banki hf.: Kvika banki undirbýr útgáfu á erlendum skuldabréfum


Kvika banki hf. hefur ráðið Swedbank AB sem umsjónaraðila á útgáfu skuldabréfa bankans í Evrópu. Fundir með evrópskum fjárfestum verða haldnir í desember og stefnir bankinn á útgáfu erlendra skuldabréfa í upphafi næsta árs að því gefnu  að kjör og markaðsaðstæður
séu hagstæðar. Samhliða því hefur stjórn Kviku banka hf. samþykkt EMTN útgáfuramma (Euro Medium Term Note Programme) til útgáfu skuldabréfa fyrir fjárhæð allt að EUR 500.000.000 sem skráð verða í kauphöll Euronext í Dublin á Írlandi.