Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 47

Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti endurkaupaáætlun félagsins þann 25. október 2021 og var henni hrint í framkvæmd þann 26. október 2021, sbr. tilkynningu til kauphallar þann 25. október 2021. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. 

Í 47. viku 2021 keypti Reitir fasteignafélag hf. 900.000 eigin hluti að kaupverði 74.700.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti
25.11.202113:10200.00083,00016.600.0007.518.492
25.11.202114:32250.00083,50020.875.0007.768.492
26.11.202113:20250.00082,50020.625.0008.018.492
26.11.202109:30200.00083,00016.600.0008.218.492
  900.000 74.700.0008.218.492

Reitir hafa nú keypt samtals 4.380.524 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 73,01% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt núgildandi áætlun. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals 356.916.992 kr. sem samsvarar 71,38% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir. Reitir eiga nú samtals 8.218.492 eigin hluti, eða um 1,06% af heildarhlutafé félagsins.

Samkvæmt núgildandi endurkaupaáætlun verða að hámarki keyptir 6.000.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 500 milljónir króna.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða á einar@reitir.is