Kvika banki hf.: Kvika heldur útboð á grænum skuldabréfum


Kvika mun halda lokað útboð á nýjum flokki grænna skuldabréfa, KVIKA 24 1216 GB, fimmtudaginn 9. desember. Skuldabréfin verða gefin út undir grænni fjármálaumgjörð bankans og skráð í kauphöll Nasdaq Iceland. Skuldabréfin eru nafnvaxtabréf til þriggja ára með fljótandi vöxtum og einni höfuðstólsgreiðslu á gjalddaga þann 16. desember 2024. Bréfin bera fljótandi REIBOR 3 mánaða vexti að viðbættu álagi sem greiddir eru ársfjórðungslega.

Útboðið verður með hollensku fyrirkomulagi, þ.e. öll skuldabréfin verða seld á hæsta álagi ofan á 3 mánaða REIBOR sem tekið verður. Stefnt er að gefa út 2 ma.kr. að nafnvirði í flokknum en heildarútgáfa verður takmörkuð við 5 ma.kr.

Áætlaður uppgjörsdagur er fimmtudagurinn 16. desember 2021.

Markaðsviðskipti Kviku hafa umsjón með útboðinu og er tekið á móti tilboðum á netfangið utbod@kvika.is til klukkan 16:00 fimmtudaginn 9. desember.