Klappir staðfest sem grænt fyrirtæki og birtir grænan fjármálaramma


Alþjóðlega sjálfbærnifyrirtækið ISS ESG hefur gert úttekt á starfsemi Klappa Grænna Lausna hf. og staðfest að hún sé græn. Matið byggir á því að yfir 90% af tekjum fyrirtækisins kemur frá hugbúnaði þess sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum. Slík starfsemi er tilgreind sem græn í flokkunarkerfi ESB (e. EU Taxonomy) en gert er ráð fyrir því að sambærilegar reglur verði settar hér á landi.

Samhliða mati sínu hefur ISS ESG gefið jákvætt ytra álit á nýjum grænum fjármálaramma Klappa. Grænn fjármálarammi mun gera Klöppum kleift að sækja sér grænt fjármagn frá fjárfestum og lánastofnunum til að fjármagna starfsemi og vöxt fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Klappa www.klappir.com