Kvika banki hf.: Kaupréttaráætlun starfsfólks


Á aðalfundi Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“), þann 21. apríl 2021, var stjórn bankans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun á grundvelli 10. gr. laga nr. 90/2003 fyrir allt starfsfólk samstæðu Kviku banka hf. („samstæðan“). Þann 10. nóvember 2021 var kaupréttaráætlun útfærð og samþykkt af hálfu stjórnar Kviku og samþykkt af hálfu Skattsins þann 9. desember sama ár.

Markmið kaupréttaráætlunarinnar er að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímamarkmið Kviku og samstæðunnar í heild og hefur öllum föstum starfsmönnum samstæðunnar verið boðið að gera kaupréttarsamninga fyrir að hámarki 1.500.000 krónur á ári, næstu þrjú ár með eftirfarandi innlausnardaga:

  1. Þann 15. desember 2022 hefur kaupréttarhafi áunnið sér rétt til kaupa á hlutafé fyrir allt að 1.500.000 krónur.
  2. Þann 15. desember 2023 hefur kaupréttarhafi áunnið sér rétt til kaupa á hlutafé fyrir allt að kr. 1.500.000 krónur.
  3. Þann 15. desember 2024 hefur kaupréttarhafi áunnið sér rétt til kaupa á hlutafé fyrir allt að kr. 1.500.000 krónur.

Þann 15. desember 2021 var gengið frá kaupréttarsamningum við starfsfólk samstæðunnar í samræmi við framangreinda kaupréttaráætlun. Kaupverð hlutanna reiknast út frá gangverði hluta í viðskiptum í Kauphöll, þar sem hlutir í bankanum eru skráðir, í samræmi við vegið meðalverð í viðskiptum með hluti bankans tíu heila viðskiptadaga fyrir samningsdag, sbr. 4. tölul. 10. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eða 26,44 krónur hver hlutur.

Alls gerðu 326 starfsmenn samstæðu Kviku kaupréttarsamning sem ná til allt að 18.494.632 hluta á ári miðað við 100% nýtingu kauprétta.

Nánari upplýsingar um framkvæmd kaupréttaráætlunarinnar má finna í meðfylgjandi skjölum.


Viðhengi



Attachments

Kaupréttaráætlun Kviku banka hf. og kaupréttarsamningur - staðfest 09.12.2021