Skeljungur hf.: Sölu á P/F Magn til Sp/f Orkufélagsins lokið


Í dag var gengið frá uppgjöri vegna sölu Skeljungs hf. á öllum hlutum í P/F Magn til Sp/f Orkufélagsins með greiðslu kaupverðs.

Endanlegt heildarkaupverð hlutanna (Enterprise Value) nam 12,2 milljörðum króna (615 milljónir DKK m.v. gengið DKK/ISK 19,84).  Kaupverð hlutafjár nam 10 milljörðum króna (503,6 milljónir DKK) og mun Skeljungur hf., eins og áður hefur verið tilkynnt um endurfjárfesta 2,8 milljörðum króna (141,1 milljónir DKK) og fara með 48,3% hlut í Sp/f Orkufélaginu eftir viðskiptin.

Samkvæmt ofangreindu mun eigið fé og afkoma Skeljungs hækka um 5,9 milljarða króna m.v. árshlutareikning 30. september 2021.

Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf. var ráðgjafi Skeljungs hf. í viðskiptunum.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. var ráðgjafi Sp/f Orkufélagsins í viðskiptunum.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs hf., fjarfestar@skeljungur.is 

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/