Reginn hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar


Samkvæmt heimild aðalfundar Regins sem haldinn var 10. mars 2021, sbr. einnig 12. gr. samþykkta og viðauka við samþykktir Regins, var samþykkt tillaga stjórnar um að veita heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Tilgangur kaupanna sé að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.

Stjórn Regins hf. hefur á grund­velli fram­an­greindrar heim­ildar tekið ákvörðun um kaup á eigin hlutum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætlun í þeim til­gangi að lækka út­gefið hlutafé fé­lags­ins. Félagið á enga eigin hluti í dag og munu endurkaupin að hámarki nema 15.060.241 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 0,83% af útgefnu hlutafé félagsins. Þó þannig að heildarkaupverð verði ekki hærra en 500 millj­ónir króna. Gert er ráð fyrir að end­ur­kaupum samkvæmt áætl­un­inni ljúki í síðasta lagi 30. júní 2022 eða fyrr ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá dagsetningu.

Kaup sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni verða fram­kvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags munu að há­marki nema 399.885 hlutum eða sem nemur 25% af meðaltali dag­legra viðskipta með hluta­bréf fé­lags­ins á aðal­markaði Nasdaq Iceland hf. í janúar 2022. End­ur­gjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyr­ir­liggj­andi óháða kauptilboði í þeim viðskipta­kerfum þar sem viðskipti með hlut­ina fara fram, hvort sem er hærra.

Markaðsviðskipti Lands­bank­ans hf. mun hafa um­sjón með fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­un­ar­innar og taka allar viðskipta­ákvarðanir er varða kaup á hlutum og tíma­setn­ingu kaup­anna óháð fé­lag­inu.

Fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­un­ar­innar verður í sam­ræmi við lög um hluta­fé­lög nr. 2/​1995, II. kafla viðauka við reglugerð nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Viðskipti fé­lags­ins með eigin hluti á grund­velli end­ur­kaupa­áætl­un­ar­innar verða til­kynnt eigi síðar en við lok sjö­unda viðskipta­dags eftir að viðskiptin fara fram.

Nánari upplýsingar veitir:

Rósa Guðmundsdóttir – Framkvæmdastjóri fjármála – rosa@reginn.is – S: 844 4776