REITIR: Rekstrarhagnaður 7.744 m.kr. á árinu 2021


Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2021. Helstu lykiltölur reikningsins eru:

Lykiltölur rekstrar20212020
Tekjur11.85010.685
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-3.418-3.304
Stjórnunarkostnaður-688-630
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu7.7446.751
Matsbreyting fjárfestingareigna8.7432.241
Rekstrarhagnaður16.4878.992
Hrein fjármagnsgjöld-6.748-6.173
Heildarhagnaður7.6091.951
Hagnaður á hlut9,8 kr.2,9 kr.
NOI hlutfall59,3%55,1%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,3%5,1%


Lykiltölur efnahags31.12.202131.12.2020
Fjárfestingareignir168.147152.606
Handbært og bundið fé1.0082.088
Heildareignir171.124156.492
Eigið fé58.71952.828
Vaxtaberandi skuldir90.89584.878
Eiginfjárhlutfall34,3%33,8%
Skuldsetningarhlutfall55,8%57,6%


Lykiltölur fasteignasafns20212020
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)95,1%94,8%

Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

Uppgjör ársins ber með sér batnandi horfur, rekstur Reita leitar í hagfelldan hefðbundinn farveg með minnkandi áhrifum faraldursins. Góður gangur var í útleigu á árinu 2021 og nýting fasteigna félagsins batnaði milli ára. Efnahagsleg áhrif heimsfaraldursins eru sýnileg í rekstrarniðurstöðu ársins en vonir standa til þess að þau verði hverfandi á árinu 2022.

Vinna við þróunarverkefni félagsins hélt áfram enda líta Reitir svo á að verkefnin gegni mikilvægu hlutverki í verðmætasköpun næstu ára. Á árinu náðu Reitir samkomulagi um sölu nýbyggingarheimilda á Orkureit fyrir 3.830 m.kr. en áætlað er að hagnaður af sölunni verði um 1.300 m.kr.

Á Kringlusvæðinu er áfram unnið að þróun öflugs borgarkjarna með alls um 1.000 íbúðum á um 13 hektara svæði. Uppfært aðalskipulag Reykjavíkur sem tók gildi í ársbyrjun 2022 opnar fyrir þær skipulagsbreytingar sem Reitir hafa unnið að undanfarin ár. Deiliskipulag fyrsta áfanga, sem nær til suðvesturhluta svæðisins, er í undirbúningi en þar er gert ráð fyrir rúmlega 50 þús. fermetra byggð með um 350 íbúðum. Skipulagsvinnu er að mestu lokið á uppbyggingarsvæði Reita í landi Blikastaða í Mosfellsbæ og unnið er með sveitafélaginu varðandi næstu skref.

Á árinu var fjárfest fyrir um 7 ma.kr. í nýjum eignum og endurbótum innan eignasafnsins. Stærstu kaupin voru þrír verslunarkjarnar sem keyptir voru af Festi og bættust í rekstur eignasafnsins þann 1. nóvember. Heildarvirði kaupanna var 3.286 m.kr. Um er að ræða rúmlega 9.900 fermetra af vönduðu verslunarhúsnæði þar sem Krónan er stærsti leigutakinn.

Reitir héldu áfram að vinna að aukinni sjálfbærni í rekstrinum. Dregið hefur úr kolefnislosun, munar þar mest um bætta flokkun byggingaúrgangs frá framkvæmdum. Unnið er að BREEAM In-Use vottun skrifstofu Landspítala við Skaftahlíð 24 og verður það þriðja umhverfisvottunin sem félagið hlýtur.

Nánari upplýsingar um starfsemi ársins má finna í árs- og samfélagsskýrslu Reita á www.reitir.is/2021.


Arðgreiðsla

Stjórn leggur til við aðalfund að greiddur verði arður að fjárhæð 1,73 kr. á hlut vegna ársins 2021, eða 1.320 m.kr.


Fjárhagsdagatal

Aðalfundur 2022:  11. mars 2022

Birting uppgjörs 1. ársfjórðungs 2022:  16. maí 2022

Birting uppgjörs fyrri árshelmings 2022:  22. ágúst 2022

Birting uppgjör 3. ársfjórðungs 2022:  14. nóvember 2022

Birting ársuppgjörs 2022:  13. febrúar 2023

Aðalfundur 2023:  8. mars 2023


Nánari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á rafrænan kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 15. febrúar n.k.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.

Skráning á kynningarfundinn:
https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_2hHjdkGpQual-jS7LqfAkw

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, reitir.is/fjarfestar.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.


Um Reiti

Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.

Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.

Viðhengi



Attachments

Reitir fasteignafélag 31.12.2021 - kynning 967600GFEYNJK2W4G048-2021-12-31-is.zip-viewer 967600GFEYNJK2W4G048-2021-12-31-is Reitir fasteignafélag 31.12.2021 ársreikningur