Eimskip: Dagskrá og tillögur aðalfundar 2022


Meðfylgjandi er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar til aðalfundar 2022, ásamt skýrslu Tilnefningarnefndar félagsins. Öll skjöl fundarins liggja frammi á vefsíðu hans og má nálgast hér

Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 16:30 með rafrænum hætti gegnum Lumi kerfið og í höfuðstöðvum félagsins að Sundabakka 2, Reykjavík.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig á vefsíðu Lumi eigi síðar en kl. 12.00 þann 16. mars, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Skráning er skilyrði fyrir þátttöku í fundarstörfum og miðast mæting við hana hvort sem hluthafar eru á staðnum eða taka þátt með Lumi.

Nánari upplýsingar má finna á fjárfestasíðu félagsins, www.eimskip.com/investors en einnig veitir nánari upplýsingar Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á investors@eimskip.is.


Viðhengi



Attachments

EIM_AGM 2022_Lokatillögur stjórnar EIM_Nomination Committee_Report 2022 Starfskjarastefna Eimskips_03.03.2022