Síminn hf. - Aðalfundur Símans hf. verður haldinn 10. mars 2022 – Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar


Aðalfundur Símans hf. verður haldinn rafrænt fimmtudaginn 10. mars 2022 kl. 16:00.

Meðfylgjandi er endanleg dagskrá fundarins og tillögur stjórnar félagsins sem lagðar verða fyrir fundinn.

Fundurinn verður haldinn að Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 Reykjavík og geta hluthafar einnig sótt fundinn, þótt fundurinn sé rafrænn. Sérstök athygli er vakin á því að atkvæðagreiðslur og umræður verða einungis rafrænar á aðalfundinum.

Allir hluthafar sem ætla að sækja fundinn skulu skrá sig á https://www.lumiconnect.com/meeting/siminn eigi síðar en klukkan 16:00 daginn fyrir fund, þ.e. miðvikudaginn 9. mars 2022. Fundurinn fer fram í gegnum tæknibúnaðinn Lumiglobal.

Allar frekari upplýsingar varðandi aðalfundinn er að finna á vef félagsins https://www.siminn.is/umsimann/fundir.


Breytingar á starfskjarastefnu og kaupréttaráætlunum

Gerð hefur verið breyting á grein 11.1 í áður birtum drögum að starfskjarastefnu:

Var: "Stjórn skal birta starfskjarastefnuna í tengslum við aðalfund félagsins. Á aðalfundi skal stjórnin gera grein fyrir samandregnum kjörum stjórnenda og stjórnarmanna. Þar skal stjórn jafnframt skýra frá framkvæmd samþykktrar starfskjarastefnu."

Verður "Stjórn skal birta starfskjarastefnuna í tengslum við aðalfund félagsins. Á aðalfundi skal vekja sérstaka athygli á heildarkostnaði félagsins vegna starfskjarastefnunnar og tilgreina heimild til útgáfu kaupréttarsamninga sem geta þynnt hlutafjáreign hluthafa. Á aðalfundi skal enn fremur gerð grein fyrir áætluðum kostnaði vegna kaupréttaráætlana og skýra frá framkvæmd áður samþykktrar starfskjarastefnu."


Gerð hefur verið breyting á grein 5.1 í áður birtum drögum að kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn Símans hf

Var: "Kaupverð hlutanna skal nema dagslokagengi hlutabréfa félagsins eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum næsta virka dag fyrir gerð kaupréttarsamninga."

Verður: "Kaupverð hlutanna skal nema vegnu meðalverði í viðskiptum með hlutabréf félagsins tíu heila viðskiptadaga fyrir gerð hvers kaupréttarsamnings."


Tillögur stjórnar félagsins hafa verið uppfærðar í samræmi við ofangreindar breytingar auk þess sem upplýsingum um áætlaðan heildarkostnað við kaupréttaáætlanir hefur verið bætt við.

Viðhengi



Attachments

Síminn hf. - Endanleg dagskrá aðalfundar 2022 Síminn hf. - Endanlegar tillögur stjórnar fyrir aðalfund 2022

Recommended Reading