Prýðileg afkoma Orkuveitu Reykjavíkur 2021


Fjárhagsleg afkoma Orkuveitu Reykjavíkur var góð á árinu 2021 og kolefnisspor samstæðunnar minnkaði frá fyrra ári. Innan hennar eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Ásreikningur Orkuveitu Reykjavíkur var samþykktur af stjórn í dag og ber með sér 12 milljarða króna hagnað af rekstrinum. Stjórn leggur til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda Orkuveitunnar sem nemi fjórum milljörðum króna. Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.

Rekstrarkostnaður lækkar milli ára

Rekstrarkostnaður OR samstæðunnar lækkaði á milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hækkaði heimsmarkaðsverð á áli sem skilaði Orku náttúrunnar auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Raunverð á sérleyfisþjónustu Veitna lækkaði lítillega á árinu.

Ársskýrsla OR 2021

Samhliða ársreikningi kemur út Ársskýrsla OR 2021. Í skýrslunni er nákvæm grein gerð fyrir umhverfisþáttum reksturs fyrirtækjanna innan samstæðunnar á síðasta ári, samfélagslegum þáttum og stjórnháttum, auk ýmissa fjárhagslegra mælikvarða. Kolefnisspor samstæðunnar minnkaði milli áranna 2020 og 2021 og útlit er fyrir að það smækki enn frekar á næstu árum með aukinni steinrenningu kolefnis frá jarðgufuvirkjunum Orku náttúrunnar.

Ársskýrslan er tekin út af óháðum aðilum og árituð af forstjóra og stjórn. Hana má finna á slóðinni arsskyrsla2021.or.is.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR:

Nú þegar við sjáum út úr faraldrinum er mér efst í huga þakklæti til starfsfólks fyrirtækjanna í Orkuveitusamstæðunni. Á síðustu tveimur árum vitum við ekki um neinn brest á okkar mikilvægu grunnþjónustu sem rekja megi til faraldursins og við vitum ekki um neitt tilvik hópsýkingar meðal starfsfólksins.

Á sama tíma höldum við traustum tökum á rekstrinum þannig að hagstæð ytri skilyrði skila sér fljótt og vel í afkomu fyrirtækjanna, almenningi til hagsbóta.

Væntingar almennings til þjónustu og jákvæðra áhrifa Orkuveitu Reykjavíkur á umhverfi og samfélag eru vaxandi. Þess vegna er sérstaklega ánægjulegt að sjá niðurstöður mælinga sem sýna að ánægja viðskiptavina með þjónustuna vex. Við erum stöðugt að leita nýrra leiða til að stytta boðleiðirnar til okkar, veita gleggri upplýsingar fljótt og vel og að gera það með hagkvæmari hætti en áður. Ég tel að þar hafi okkur tekist vel í mörgu en lofa um leið að við munum halda áfram að bæta okkur.

Yfirlit yfir fjárhagslega og ófjárhagslega þætti 2015-2021

 2015201620172018201920202021eining
Rekstrartekjur40.31241.42343.66645.91646.57048.62751.890millj.kr.
Rekstrargjöld-15.183-16.062-17.285-17.299-18.398-19.172-18.380millj.kr.
EBITDA25.17425.36126.38028.61728.17229.45433.510millj.kr.
EBIT14.42814.96817.31818.34616.05116.39820.253millj.kr.
         
Óútsk. kynb. launam.2,30%2,10%0,20%0,00%0,10%0,00%-0,20%Hlutfall
Starfsánægja4,34,44,44,44,34,44,3Einkunn 1-5
         
Heitt vatn837894101101110106millj.m3
Rafmagnsvinnsla3.2493.4113.4733.5073.5363.5813.545GWst
Kalt vatn29302928292626millj.m3
Gagnamagn um Ljósleiðarann122.000155.000180.000216.000260.000345.000396.000Terabæt
         
Kolefnisspor67.10045.45042.70045.45048.75050.55048.650tn. CO2-ígilda
CO2 bundið í berg               5.200                9.000             12.000             12.000             10.500             11.700             13.300 tonn

Í viðhengjum eru:

  • Ársreikningur samstæðu OR 2021 á pdf-sniði.
  • Zip-skrá með Ársreikningi samstæðu OR 2021 á sameiginlegu rafrænu skýrslusniði – (ESEF).
  • XHTML-viewer skrá.


Nánari upplýsingar:

Bjarni Bjarnason
forstjóri
516 6100

Viðhengi



Attachments

Ársreikningur samstæðu OR 2021 5493004ARP9VPUIX5B73-2021-12-31-is 5493004ARP9VPUIX5B73-2021-12-31-is.zip-viewer