Reginn hf. - Niðurstöður aðalfundar Regins hf. 2022


Aðalfundur Regins hf. var haldinn klukkan 16:00, fimmtudaginn 10. mars 2022 í Rímu fundarsal, Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

1.   Ársreikningur:
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2021.

  1. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2021:

Aðalfundur samþykkti að greiddur yrði arður til hluthafa vegna næstliðins rekstrarárs að fjárhæð 1.500 millj. kr. sem samsvarar 0,82 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár.
Hlutabréf sem viðskipti eru með frá og með 11. mars 2022 verða án arðsréttinda (arðleysisdagur). Miðað verður við hlutaskrá félagsins í lok viðskipta þann 14. mars 2022 (arðsréttindadagur) hvað varðar rétt hluthafa til arðgreiðslu. Arður verður greiddur út þann 6. apríl 2022 (arðgreiðsludagur).
Að öðru leyti er vísað til ársreiknings varðandi ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu.

  1. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:

Aðalfundur samþykkti framlagða starfskjarastefnu.

  1. Ákvörðun um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum:

Samþykkt var tillaga stjórnar um að veita heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Tilgangur kaupanna er að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun samkvæmt heimild í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og reglugerð nr. 630/2005 (viðauki).

  1. Breyting á samþykktum félagsins:

Samþykktur var viðauki við samþykktir félagsins í kjölfar samþykktar 4. dagskrárliðs.

  1. Kosning félagsstjórnar:

Eftirfarandi einstaklingar voru kjörin í aðalstjórn til næsta aðalfundar:
Benedikt Olgeirsson,
Bryndís Hrafnkelsdóttir,
Guðrún Tinna Ólafsdóttir,
Heiðrún Emilía Jónsdóttir,
Tómas Kristjánsson.

  1. Kosning endurskoðanda:

Aðalfundur samþykkti að Ernst & Young ehf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík, yrði kjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins í samræmi við tilmæli endurskoðunarnefndar til stjórnar um kjör ytri endurskoðanda.

  1. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd, sé skipunartími nefndarmanna liðinn eða ef nefndarmaður hefur látið af störfum:

Eftirfarandi aðilar voru sjálfkjörin í tilnefningarnefnd félagsins:
Árni Gunnarsson
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Ína Björk Hannesdóttir

  1. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:

Aðalfundur félagsins samþykkti eftirfarandi þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar:
Stjórnarformaður: 760.000 kr. á mánuði.
Meðstjórnendur: 380.000 kr. á mánuði.

Seta í undirnefndum stjórnar:
Nefndarmaður í starfskjaranefnd: 45.000 kr. á mánuði.
Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd: 100.000 kr. á mánuði.
Formaður endurskoðunarnefndar: 160.000 kr. á mánuði.
Nefndarmaður í tilnefningarnefnd: 60.000 kr. á mánuði.
Formaður tilnefningarnefndar: 95.000 kr. á mánuði.

  1. Önnur mál:

Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum.

Viðhengi



Attachments

Reginn hf. - Kynning forstjóra - Aðalfundur 2022