Reginn hf.: Breyting á endurkaupaáætlun


Vísað er til tilkynningar Regins hf. um framkvæmd endurkaupaáætlunar sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 7. febrúar 2022. Í tilkynningunni var vísað til heimildar aðalfundar Regins sem haldinn var 10. mars 2021. Samkvæmt heimild aðalfundar Regins sem haldinn var 10. mars 2022, sbr. einnig 12. gr. samþykkta og viðauka við samþykktir Regins, var samþykkt tillaga stjórnar um að veita áframhaldandi heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Tilgangur kaupanna sé að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Heimild aðalfundar 10. mars 2022 kemur í stað heimildar aðalfundar 10. mars 2021.

Stjórn Regins hf. hefur á grundvelli heimildar aðalfundar 10. mars 2022 tekið ákvörðun um áframhaldandi endurkaup á sömu forsendum og tilkynnt var um í Kauphöll þann 7. febrúar 2022.

Nánari upplýsingar:

Rósa Guðmundsdóttir – Framkvæmdastjóri fjármála– rosa@reginn.is – S: 844 4776