SKEL fjárfestingafélag hf.: Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason ráðinn forstjóri SKEL fjárfestingafélags hf. og Magnús Ingi Einarsson ráðinn fjármálastjóri


Stjórn SKEL fjárfestingafélags hf. („SKEL“ eða „félagið“) hefur ráðið Ásgeir Helga Reykfjörð Gylfason í starf forstjóra og Magnús Inga Einarsson í starf fjármálastjóra félagsins. Ásgeir mun hefja störf um mitt sumar og Magnús seinni part sumars.

Samhliða lætur Ólafur Þór Jóhannesson af störfum sem forstjóri en hann hefur starfað hjá SKEL, þar áður Skeljungi hf., frá árinu 2019, þar af sem forstjóri frá því í febrúar árið 2022.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL:Það er mikill fengur í að fá Ásgeir og Magnús til liðs við félagið og taka að sér það verkefni að byggja upp öflugt skráð fjárfestingarfélag. Ásgeir hefur mikla þekkingu og reynslu úr Íslensku atvinnulífi, nú síðast sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. og Magnús verið lykilaðili í uppbyggingu Kviku banka hf. sl. ár. Þessir tveir öflugu aðilar munu hrinda í framkvæmd áframhaldandi umbreytingu félagsins, þar sem lögð verður áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum og þróun fyrirtækja, sem hafa meðal annars að leiðarljósi að einfalda fólki og fyrirtækjum lífið. Ég vil þakka Ólafi Þór Jóhannessyni fráfarandi forstjóra fyrir vel unnin störf undanfarin ár við umbreytingu á félaginu og fyrir að leiða það fyrstu skrefin sem fjárfestingarfélag á meðan unnið var að ráðningu á forstjóra þess til framtíðar. Ólafur mun vera stjórn félagsins innan handar þar til nýr forstjóri tekur til starfa

Ásgeir Helgi Reykfjörð:Það er mikið tækifæri að taka við skráðu fjárfestingarfélagi. Stjórn og stjórnendur deila þeirri sýn að framtíð íslensks efnahagslífs sé björt, sem gefi félaginu möguleika til frekari umbreytingafjárfestinga í íslensku atvinnulífi.”

Magnús Ingi:Það er mér mikil ánægja að ganga til liðs við SKEL. Ég hef fylgst vel með þeirri umbreytingu sem hefur orðið á félaginu sl. misseri og hlakka til að taka þátt í frekari uppbyggingu þess.

Nánari upplýsingar veitir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL fjárfestingafélags hf. (fjarfestar@skel.is)

www.skel.is