Vísað er í tilkynningu félagsins frá 7. apríl 2022 um undirritun kauptilboðs í fasteignir við Hafnarstræti 17-19, Hafnarstræti 18 og Þingholtsstræti 2-4 í Reykjavík, sem má finna hér.
Í dag hafa Staðarfjall ehf., dótturfélag Leitis eignarhaldsfélags ehf., Suðurhús ehf., og Reginn atvinnuhúsnæði ehf. undirritað kaupsamninga um fasteignirnar. Afhending á eignunum, að undanskilinni Hafnarstræti 18 sem verður afhent 1. september 2022, fór fram samhliða undirritun á kaupsamningi.
Heildarvirði hinna keyptu fasteigna er samtals að fjárhæð kr. 5.550 milljónir. Áætlaðar leigutekjur miðað við fulla útleigu fasteignanna á ársgrundvelli nema kr. 440 milljónum og áætluð leiguarðsemi er 6,5% (e.yield).
Heildarfermetrafjöldi fasteignanna er 6.777 m2, að stærstum hluta hótel og gististarfsemi. Leigutakar eru sjö talsins og þar af er Flugleiðahótel hf. stærsti leigutakinn með langtíma leigusamning í fasteigninni Hafnarstræti 17-19 þar sem rekið er hótelið Reykjavík Konsúlat.
Eignirnar falla vel að eignasafni Regins og eru staðsettar á kjarnasvæði félagsins í miðbæ Reykjavíkur.
Ráðgjafi Regins í viðskiptunum er Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka.
Nánari upplýsingar veitir:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262
