Reginn hf.: Samkeppniseftirlitið samþykkir viðskipti um uppbyggingu fasteignaþróunarfélags


Þann 3. desember 2021 tilkynnti Reginn um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf. sbr. fyrri tilkynningu félagsins til Kauphallar þann 24. september sl. Þar kom fram að félagið hefði undirritað viljayfirlýsingu við Haga hf., Klasa ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf., núverandi eiganda Klasa ehf., um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags.

Þann 24. september 2021 tilkynnti Reginn um undirritun viljayfirlýsingar milli Haga hf., Klasa ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf., núverandi eigenda Klasa ehf., um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags. Viljayfirlýsingin var m.a. gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Í dag hafa Hagar og Samkeppniseftirlitið ritað undir sátt vegna viðskiptanna. Viðskiptin fela í sér samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, og undirritun sáttarinnar felur í sér að Samkeppniseftirlitið samþykkir viðskiptin með tilteknum skilyrðum sem fram koma í sáttinni, en skilyrðin lúta að tilkynningaskyldu Haga til Samkeppniseftirlitsins vegna samninga um kaup eða leigu Haga á eignum undir dagvöruverslanir sem verða þróaðar og byggðar undir stjórn Klasa eða Regins. Er skilyrðunum ætlað að tryggja að Samkeppniseftirlitið hafi yfirsýn yfir áhrif samrunans á stöðu Haga á dagvörumarkaði.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, þar sem nánar verður gerð grein fyrir forsendum sáttarinnar, verður birt á næstunni.

Við samþykki Samkeppniseftirlitsins eru engir frekari fyrirvarar varðandi viðskiptin og munu þau raungerast á næstu vikum.

Nánari upplýsingar:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262