Alma íbúðafélag hf.: Útboð á skuldabréfum 23. júní 2022


Alma íbúðafélag hf.: Útboð á skuldabréfum 23. júní 2022

Alma íbúðafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 23. júní 2022. Boðin verða til sölu skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki, AL280629.

Skuldabréfaflokkurinn AL280629 er gefinn út undir útgáfuramma félagsins, grunnlýsingu þess og er veðtryggður með almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Skuldabréfaflokkurinn ber 1,5% verðtryggða vexti og er með lokagjalddaga þann 28. júní 2029. Afborganir eru greiddar samkvæmt 15 ára jafngreiðsluferli.

Arion banki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið er. Skuldabréfin eru gefin út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og verða skráð á Nasdaq Iceland. Alma íbúðafélag hf. áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

Ekki er um almennt útboð að ræða, og er þátttaka í útboðinu aðeins heimil aðilum sem teljast hæfir fjárfestar og hafa verið flokkaðir sem fagfjárfestar skv. 13. tl. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga nr. 115/2021 eða teljast viðurkenndir gagnaðilar. Útboðið er undanþegið gerð lýsingar á grundvelli. a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði. og 1. mgr. 3. gr.. gr. laga nr. 14/2020 um sama efni. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreindan flokk skuldaskjals eru birt á vefsíðu félagsins: http://www.al.is/company/investors/bond-issuance/.

Skila skal inn tilboðum á netfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is fyrir klukkan 16:00 fimmtudaginn 23. júní 2022. Uppgjör viðskipta fer fram fimmtudaginn 30. júní 2022.

Nánari upplýsingar veita:

Sigurður Rúnar Pálsson, fjármálastjóri Alma íbúðafélags hf., í síma 848 5290 eða sigurdur@al.is

Gunnar Örn Erlingsson, Markaðsviðskiptum Arion banka hf., í síma 858 3292 eða gunnar.erlingsson@arionbanki.is