Síminn hf. - Upplýsingar um framgang kaupa Ardian France SA á Mílu ehf. af Símanum hf.


Vísað er til tilkynningar Símans hf. („Síminn“) dags. 23. október 2021 þar sem fram kom að Síminn og Ardian France SA („Ardian“) hefðu undirritað kaupsamning um kaup og sölu 100% hlutafjár í Mílu ehf. („Míla“) með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þann 9. júlí 2022 tilkynnti Síminn um að Ardian hefði upplýst að félagið hefði óskað eftir sáttarviðræðum við Samkeppniseftirlitið. Ardian hefur skilað tillögum að skilyrðum til þess að mæta samkeppnislegum áhyggjum Samkeppniseftirlitsins.

Í dag upplýsti Ardian Símann um að það væri mat Ardian að tillögurnar sem félagið hefði lagt fyrir Samkeppniseftirlitið varðandi breytingar á fyrirhuguðum heildsölusamningi milli Símans og Mílu að breytingarnar væru íþyngjandi og þess eðlis að fela í sér neikvæð áhrif í skilningi kaupsamnings aðila. Það væri mat Ardian að ef samruninn verði samþykktur af hálfu samkeppnisyfirvalda með fyrirliggjandi skilyrðum feli það í sér að eitt af skilyrðum þess að viðskiptin gangi í gegn samkvæmt kaupsamningnum teljist ekki uppfyllt. Ardian hefur upplýst að félagið sé ekki reiðubúið til þess að ljúka viðskiptunum á grundvelli óbreytts kaupsamnings.

Ljóst er af þessu að Síminn mun þurfa að ræða við Ardian um atriði sem varða kaupsamning aðila, samhliða viðræðum Ardian við Samkeppniseftirlitið. Líkt og áður mun Síminn mun upplýsa um leið og frekari upplýingar liggja fyrir um framgang viðskiptanna.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson (orri@siminn.is).