Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í viku 29 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 9.000.000 eigin hluti að kaupverði 182.850.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð (gengi) Kaupverð
18.7.2022 10:50:46 1.000.000 20,75 20.750.000
18.7.2022 14:08:42 1.000.000 20,9 20.900.000
19.7.2022 11:20:50 1.000.000 20,8 20.800.000
20.7.2022 14:36:28 2.000.000 20,05 40.100.000
21.7.2022 11:07:16 2.000.000 20,05 40.100.000
22.7.2022 10:18:42 1.000.000 20,1 20.100.000
22.7.2022 10:34:37 1.000.000 20,1 20.100.000
Samtals   9.000.000   182.850.000

Um er að ræða viðskipti bankans í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 18. maí sl. og er gerð í samræmi við heimild hluthafafundar Kviku þann 31. mars 2022.

Kvika átti 59.100.000 eigin hluti fyrir viðskiptin og hefur nú keypt samtals 68.100.000 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 1,409% af útgefnum hlutum í félaginu. Nemur heildarkaupverð þeirra 1.345.590.000 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 3.000.000.000 að kaupverði.

Endurkaupaáætlunin er í gildi frá 19. maí 2022 til aðalfundar Kviku á árinu 2023, nema hámarks kaupverði verði náð fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög, þ.m.t. lög um hlutafélög nr. 2/1995, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik (MAR) nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnar ESB (EU) 2016/1052 frá 8. mars 2016, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021 sem tóku gildi á Íslandi 1. september 2021.

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is