Alma íbúðafélag hf. – birting árshlutareiknings 2022


Alma íbúðafélag hf. – birting árshlutareiknings 2022

Á fundi sínum í dag samþykkti stjórn Ölmu íbúðafélags hf. árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrri árshelming 2022

Tekjur af fjárfestingareignum samstæðunnar námu 1.779 m.kr. og aðrar rekstrartekjur námu 55 m.kr. Heildartekjur samstæðunnar námu því 1.834 m.kr. á tímabilinu. Þá nam EBITDA tímabilsins 1.223 m.kr. Hagnaður varð af rekstri samstæðunnar á tímabilinu að fjárhæð 4.695 m.kr. Handbært fé frá rekstri nam 237 m.kr.

Heildareignir samstæðunnar námu 91.261 m.kr. þann 30. júní 2022, en þar af voru fjárfestingareignir að andvirði 71.160 m.kr. Vaxtaberandi skuldir námu 44.218 m.kr. og eigið fé samstæðunnar var 31.552 m.kr.

Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags hf.:

„Rekstur samstæðu Ölmu íbúðafélags gekk vel á fyrri helmingi ársins 2022. Leigunýting var góð og vel gekk að koma nýjum íbúðum við Elliðabraut og Urriðaholtsstræti, sem félagið fékk afhent á tímabilinu, í leigu. Leigutekjur hækkuðu og kostnaðarhlutföll lækkuðu. Á tímabilinu var áfram haldið á þeirri braut að selja stakar og óhagkvæmar leiguíbúðir úr safninu og áherslan er enn sem fyrr að færa íbúðasafnið í hæfilega stóra klasa á stór-höfuðborgarsvæðinu.

Hækkandi verðbólga, raunhækkun húsnæðisverðs og hærri raunvextir setti svip sinn á rekstrarumhverfi Ölmu íbúðafélags á tímabilinu. Á vormánuðum varð nokkur umræða um hækkandi leiguverð og þátt þess í versnandi lífskjörum leigutaka. Stjórn Ölmu íbúðafélags tók þá ákvörðun að sýna samfélagslega ábyrgð með því að takmarka hækkun endurnýjaðra leigusamninga til 12 mánaða við hækkun vísitölu neysluverðs. Þessi frysting raunhækkunar leiguverðs gildir að óbreyttu til áramóta.

Á næstu misserum stefnum við á að vinna áfram með eignasafn félagsins og vera leiðandi í uppbyggingu á heilbrigðum leigumarkaði. Við stefnum á að styrkja eignasafn félagsins á stór-höfuðborgarsvæðinu og að auka gæði íbúða félagsins. Þá stefnum við að því að vaxtakjör félagsins endurspegli betur lágt áhættustig fjárfestinga þess með aukinni þátttöku stofnanafjárfesta í fjármögnun félagsins.“

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri, ingolfur@al.is.

Viðhengi



Attachments

Árshlutareikningur Alma íbúðafélag hf._Samstæða_30.6.2022_undirritaður