Hagar hf.: Kaup Haga á hlutafé í Klasa ehf. – Samruninn kominn til framkvæmda


Þann 3. desember 2021 var tilkynnt um undirritun samnings Haga hf., Regins hf. og KLS eignarhaldsfélags ehf. um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. Samningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins en þann 10. júní 2022 var undirrituð sátt á milli Haga hf. og Samkeppniseftirlitsins um skilyrði fyrir kaupunum.

Það tilkynnist hér með að samruninn er nú kominn til framkvæmda. Fjárhagsleg áhrif viðskiptanna munu því koma fram á 2. ársfjórðungi 2022/23 en áætluð áhrif vegna söluhagnaðar eigna á EBITDA Haga eru um 940 millj. kr. og áhrif á hagnað félagsins eftir skatta eru um 750 millj. kr.

Áður útgefin afkomuspá félagsins fyrir rekstrarárið 2022/23, þ.e. EBITDA 10.200-10.700 millj. kr., er án áhrifa vegna viðskipta með Klasa.

Frekari upplýsingar um viðskiptin má finna í Kauphallartilkynningu Haga frá 3. desember 2021.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is.