Nova Klúbburinn hf. - Hluthafafundur 2. nóvember 2022 - Framkomin framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar


Eftirtalin gefa kost á sér til setu í stjórn Nova Klúbbsins hf. á hluthafafundi félagsins, sem haldinn verður miðvikudaginn, 2. nóvember 2022, kl. 16:00:

  • Hugh Short
  • Hrund Rudolfsdóttir
  • Jón Óttar Birgisson
  • Kevin Payne
  • Tina Pidgeon

Framboðsfrestur er nú útrunninn og hefur stjórn félagsins staðfest lögmæti framboðanna. Sjálfkjörið er í stjórn félagsins.

Eftirtalin gefa kost á sér til setu í tilnefningarnefnd félagsins, verði tillaga stjórnar um skipun tilnefningarnefndar samþykkt á fundinum:

  • Eyþór Jónsson
  • Jón Óttar Birgisson
  • Thelma Kristín Kvaran

Framboðsfrestur vegna framboða til setu í tilnefningarnefnd félagsins er nú útrunninn og hefur stjórn staðfest lögmæti framboðanna. Verði tillaga stjórnar um skipan tilnefningarnefndar samþykkt, auk tillögu stjórnar um starfsreglur tilnefningarnefndar, sem gerir ráð fyrir þremur nefndarmönnum til setu í nefndinni, og þar af tveimur óháðum félaginu, stjórnendum og stórum hluthöfum, er sjálfkjörið í tilnefningarnefnd félagsins.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna á vefsíðu félagsins, www.nova.is/fjarfestar.