Fly Play hf.: Úthlutun kauprétta


Úthlutun kauprétta

Þann 7. nóvember 2022 var tekin ákvörðun um að veita stjórnendum kauprétti að 13.850.000 hlutum í félaginu. Kaupréttirnir eru veittir framkvæmdastjórn Fly Play, samtals sex starfsmenn.

Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni lykilstarfsmanna og félagsins til lengri tíma. Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:

  • Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu kr. 16 á hlut. 
  • Ávinnslutími (e. vesting time) skiptist í þrjú tímabil, frá úthlutun til árs þrjú ávinnst 1/3 af kaupréttinum, á ári 4 ávinnst 1/3 af kaupréttinum og á ári 5 ávinnst 1/3 af kaupréttinum.
  • Nýtingartímabilið skiptist í þrjá hluta, þar sem heimilt er að nýta 1/3 kaupréttarins eftir 3 ár, 1/3 kaupréttarins eftir 4 ár og 1/3 kaupréttarins er heimilt að nýta eftir 5 ár, að frátöldum fjórum lokuðum tímabilum sem hvert um sig telja 30 daga fyrir birtingu árshlutauppgjöra félagsins.
  • Kaupréttur er aðeins gildur sé kaupréttarhafi í starfi hjá Fly Play hf. á nýtingardegi.

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Fly Play hf. hefur veitt starfsmönnum sínum nemur nú 47.486.366 milljónum hluta, eða um 6,35% hlutafjár í félaginu, og er þá meðtalin þessi nýja úthlutun kauprétta. Heildarkostnaður félagsins vegna nýju samninganna á næstu þremur-fimm árum er áætlaður um 59.000.000 ISK (USD 405.000) og er þá byggt á reiknilíkani Black-Scholes.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru meðlimum framkvæmdastjórnar Fly Play má finna í viðhengi.


Viðhengi



Attachments

Sniðmát fyrir tilkynningu og opinbera birtingu viðskipta.. - Sonja Arnórsdóttir Sniðmát fyrir tilkynningu og opinbera birtingu viðskipta.. - Jónína Guðmundsdóttir Sniðmát fyrir tilkynningu og opinbera birtingu viðskipta.. - Guðni Ingólfsson Sniðmát fyrir tilkynningu og opinbera birtingu viðskipta.. - Georg Haraldsson 20221107 - Daniel Snaebjornsson Sniðmát fyrir tilkynningu og opinbera birtingu viðskipta.. - Ólafur Þór Jóhannesson