Hampiðjan kaupir Mørenot


Hampiðjan undirritar samning um kaup á Mørenot, leiðandi framleiðanda á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað

Hampiðjan hefur skrifað undir kaupsamning við eigendur norska félagsins Mørenot A/S („Mørenot“) um kaup Hampiðjunnar á öllu hlutafé Mørenot. Mørenot er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar á um 30 stöðum víðs vegar um heiminn. Félagið veitir þjónustu og selur vörur til fyrirtækja í sjávarútvegi, fiskeldi og olíuiðnaði.

Kaupverðið verður að mestu greitt með hlutabréfum í Hampiðjunni, en seljendur munu fá afhenta 50.981.049 hluti í Hampiðjunni og er miðað við gengið 112 kr. á hlut í þeim útreikningi, en það er 20,4 % hærra en gengi hlutabréfanna við lokun markaða í dag. Fyrirhugað er að hækka hlutafé Hampiðjunnar sem því nemur og mun hlutur seljenda að hækkun lokinni nema um 9,4% af heildarhlutafé Hampiðjunnar. Um 14,0 mNOK (1,4 mEUR) verða greiddar með handbæru fé. Nettó vaxtaberandi skuldir Mørenot nema um 694,4 mNOK (67,1 mEUR). Sé miðað við að gengi hlutabréfa Hampiðjunnar í viðskiptunum sé 112 nemur rekstrarvirði Mørenot um 1.100 mNOK eða 106,2 mEUR, samsvarandi 8,9 EV/EBITDA 2021 margfaldara, án tillits til væntanlegra samlegðaráhrifa, miðað við IFRS EBITDA.

Undirritun kaupsamningsins er gerð í kjölfar áreiðanleikakannana sem nú er lokið. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlita Íslands, Grænlands og Færeyja. Kaupsamningurinn er einnig gerður með fyrirvara um að hluthafafundur Hampiðjunnar samþykki heimild til stjórnar Hampiðjunnar um útgáfu nýrra hluta til greiðslu kaupverðsins og að núverandi hluthafar Hampiðjunnar falli frá forgangsrétti til hinna nýju hluta.

Rekstur Mørenot og tækifæri í samlegð

Velta Mørenot á árinu 2021 nam 129 mEUR og EBITDA nam 10 mEUR. Uppgjör Mørenot er gert í samræmi við norska reikningsskilastaðla (NGAAP) en uppgjör Hampiðjunnar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Væri uppgjör Mørenot í samræmi við IFRS hefði EBITDA félagsins árið 2021 numið 12 mEUR en velta félagsins hefði verið óbreytt. Velta Hampiðjunnar á sama tímabili nam 173 mEUR og EBITDA nam 30 mEUR. Sameiginleg velta félaganna á árinu 2021 hefði því numið um 302 mEUR og EBITDA um 42 mEUR sé uppgjör Mørenot aðlagað að reglum IFRS.

Heildareignir Mørenot námu um 181 mEUR í árslok 2021 aðlagað að IFRS og eigið fé félagsins nam um 58,6 mEUR. Heildarskuldir félagsins nema um 122,4 mEUR. Eiginfjárhlutfall félagsins er því 32,4%.

Með kaupunum er gert ráð fyrir að sameining félaganna muni leiða til samlegðar vegna aukins vöruframboðs, hagræðingar í framleiðslu, samþættingu og sterkari stöðu sameinaðs félags á mörkuðum.

Mørenot og Hampiðjan eru að mörgu leyti lík félög því bæði félögin framleiða, selja og þjónusta veiðarfæri og búnað til fiskeldis ásamt því að framleiða ofurtóg fyrir olíuiðnað og uppsetningar á vindmyllum á hafi úti. Vöruúrvalið er þó mismunandi og bæta félögin hvort annað upp á mörgum sviðum.

Þannig er Mørenot afar sterkt á fiskilínumarkaði með eigin framleiðslu á vönduðum línum og önglum í Dalían í Kína. Þar er til staðar öflug framleiðslueining fyrir ýmsa framleiðslu fyrir utan línubúnað og meðal annarra framleiðsluvara eru kaðlar og stærri gildrur fyrir krabbaveiðar.

Kaðla- og netaverksmiðja Hampiðjunnar í Litháen, ein sú tæknilega fullkomnasta í heiminum í dag, framleiðir talsvert af vörum sem Mørenot hefur til þessa keypt frá utanaðkomandi birgjum ásamt fjölda af einkaleyfisvörðum vörum fyrir veiðar, olíuvinnslu og sérhæfð djúpsjávarverkefni.

Í veiðarfærum eru bæði fyrirtæki sterk í hönnun og framleiðslu á botntrollum en hinsvegar hefur Mørenot ekki boðið upp á flottroll, en á því sviði er Hampiðjan afar öflug með Gloríu og Helix flottroll.

Meira en helmingur af veltu Mørenot tengist fiskeldi í Noregi, á Hjaltlandseyjum, Skotlandi og á Spáni og um 15% af sölu samstæðu Hampiðjunnar tengist fiskeldi á sömu svæðum og því til viðbótar á Írlandi og á Íslandi. Bæði fyrirtæki framleiða eigin net fyrir fiskeldiskvíar og starfrækja stór netaverkstæði í Litháen þar sem fiskeldiskvíar eru framleiddar. Mørenot hefur þróað einkaleyfisvarða samtengingu milli fiskeldiskvía sem ber nafnið Flexilink, AquaCom sem er veflausn fyrir fiskeldisfyrirtæki og hefur einnig þróað flothringi fyrir fiskeldiskvíar úr léttum plastefnum. Samlegðarmöguleikar eru því umtalsverðir á þessu sviði og mögulegt verður að sækja enn frekar fram á þessum vaxtarmarkaði með þeim góða grunni sem er til staðar hjá báðum fyrirtækjum.

Aukin landfræðileg breidd mun gefa möguleika á að fyrirtækin selji vörur hvors annars á sínum markaðsvæðum. Þannig er Hampiðjan með starfsemi í 15 löndum um allan heim og Mørenot með starfsemi í 8 löndum og þar af á þremur landsvæðum þar sem Hampiðjan er ekki með rekstur. Á nokkrum svæðum er reksturinn þannig að hagkvæmt væri að sameina hann undir einn hatt, en á öðrum svæðum verður hægt að bjóða upp á aukna breidd í vöruúrvali.

Tekjustreymi Hampiðjunnar hefur verið á landfræðilega breiðum grunni undanfarin ár og einungis um 15% tekna hafa komið til vegna sölu til íslenskra aðila. Eftir sameininguna munu um 10% af tekjum samstæðunnar koma til vegna sölu til íslenskra aðila. Stærsti markaður samstæðunnar verður Noregur með um 32% af heildarsölu og 10 lönd verða með söluhlutdeild frá 3-10% hvert.

Starfsmannafjöldi Hampiðjunnar er í dag um um 1.250 en 750 hjá Mørenot sem leiðir til þess að samanlagður starfsmannafjöldi verður um 2.000 manns í 18 löndum.

Fyrirhuguð skráning á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Í kjölfar undirritunar kaupsamnings verður stefnt að því að hlutabréf Hampiðjunnar, sem nú eru skráð á Nasdaq First North, verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á árinu 2023. Gert er ráð fyrir því að við skráningu á aðalmarkað verði hlutafé aukið og skuldir Mørenot endurskipulagðar ásamt því að fjármagn verði sótt til aukinna fjárfestinga í framleiðslustarfsemi Hampiðjunnar í Litháen. Þannig getur félagið sótt enn frekari samlegð með sölu á vörum innan samstæðunnar.

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar:

Mørenot er félag sem við höfum lengi litið á sem heppilega viðbót við samstæðu Hampiðjunnar. Landfræðileg dreifing og vöruúrval félaganna fara afskaplega vel saman og koma þau til með að styrkja hvort annað verulega á ýmsum sviðum.

Miklir möguleikar felast í að ná fram samlegðaráhrifum með hagræðingu og samþættingu, ásamt því að auka vörusölu á þeim svæðum sem fyrirtækin, hvort um sig, hafa ekki haft góðan aðgang að. Það gildir einu hvort horft er á veiðarfæri, fiskeldisvörur og þjónustu við fiskeldið eða hátæknitóg fyrir olíuiðnað því það sama á við öll þessi svið hvað tækifæri framtíðarinnar varðar.

Hampiðjan hefur verið leiðandi á veiðarfæramarkaði á heimsvísu og félagið talið það stærsta á heimsvísu innan þess geira. Með kaupunum styrkist sú staða umtalsvert og gefur okkur tækifæri til að enn frekari vaxtar.

Við fögnum því að fá eigendur Mørenot inn í hluthafahóp okkar og að fá tækifæri til að fjölga hluthöfum enn frekar þegar við færum fyrirtækið af First North yfir á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.“  

Espen Asheim, stjórnarformaður Mørenot:

“Á síðustu árum höfum við séð skýra þróun í átt að aukinni sérhæfingu, áherslu á stærðarhagkvæmni, sjálfbærni og stafrænni starfsvettvangi. Mørenot hefur því unnið ötullega að því að auka framleiðni og styrkja innviði samhliða því að taka þátt í umræðum um aukin samlegðaráhrif á þessum mörkuðum. Sameining þessara tveggja fyrirtækja er mjög stórt skref í þessa átt og við hefðum ekki getað hugsað okkur betra samstarf. Við erum spennt að taka þátt í þessari sameiginlegu vegferð.”

Ráðgjafar Hampiðjunnar í viðskiptunum eru SEB, lögfræðistofan Thommessen og Deloitte í Noregi og á Íslandi eru ráðgjafar félagsins Arion banki og Logos.

Ráðgjafar FSN Capital eru lögfræðistofan Haavind og PwC í Noregi og BBA Fjeldco á Íslandi.

---------

Hampidjan acquires Mørenot

Hampidjan has signed an agreement to acquire Mørenot, a leader in solutions for fisheries, aquaculture and offshore industries.

Hampidjan is pleased to announce that an agreement has been signed with the owners of the Norwegian company Mørenot AS (“Mørenot“) for Hampidjan’s acquisition of all shares in Mørenot. Mørenot is an international company with operations in around 30 locations around the world. The company provides services and sells products to companies in fisheries, aquaculture and offshore industries.

The purchase price will mostly be paid with shares in Hampidjan, where the current owners of Mørenot will receive 50.981.049 shares in Hampidjan at a calculated price of ISK 112 per share, representing a premium to the last closing price of 20,4 %. It is planned to increase Hampidjan’s share capital accordingly and following such issuance the sellers' share will represent 9,4% of Hampidjan's total share capital. Around NOK 14,0 m (1,4 EUR m) will be paid in cash to the sellers. Mørenot's net interest-bearing debts amount to NOK 694,4 m (67,1 EUR m). Taking into account the share price of Hampidjan at ISK 112 per share, the enterprise value amounts to NOK 1.100 m, corresponding to EUR 106,2 m, implying an EV/EBITDA 2021 multiple of 8,9x pre synergies for IFRS EBITDA.

The signing of the purchase agreement follows an extensive due diligence process that has now been completed. The purchase agreement is subject to the approval of competition authorities in Iceland, Greenland and the Faroe Islands. The purchase agreement is also subject to the approval of a shareholders meeting of Hampidjan to authorize the Board of Directors of Hampidjan to issue new shares as payment of the purchase price, and that current shareholders of Hampidjan forfeit their preemptive rights to the new shares.

Mørenot’s operations and potential synergy opportunities

Mørenot's turnover in 2021 amounted to 129 mEUR and EBITDA amounted to 10 mEUR. Mørenot's financial statements are prepared in accordance with Norwegian accounting standards (NGAAP), while Hampidjan uses international accounting standards (IFRS). Had Mørenot prepared its financial statements in accordance with IFRS, Mørenot's EBITDA for 2021 would have amounted to 12 mEUR with turnover remaining unchanged. In comparison, Hampidjan's turnover for the same period amounted to 173 mEUR and EBITDA amounted to 30 mEUR. The combined turnover of the companies in 2021 would therefore have amounted to around 302 mEUR and EBITDA to 42 mEUR had Mørenot's statements been prepared in accordance with IFRS.

Mørenot's total assets amounted to about 181 mEUR at the end of 2021 adjusted to IFRS, and the company's equity amounted to about 58,6 mEUR. The company's total debts amounted to about 122,4 mEUR. As such, Mørenot's equity ratio was 32,4% at year-end 2021.

Mørenot and Hampidjan are similar companies in several aspects as both companies manufacture, sell and service fishing gear and equipment for fish farming as well as producing high performance ropes for the oil industry and offshore wind turbine installations. However, the product range is different, and the companies complement each other in several areas.

The consolidation of Hampidjan and Mørenot will enable significant synergy potential due to increased product availability, optimization of production, integration and a stronger position within core markets.

Mørenot is a world leader in the fishing line market with its own production of quality lines and hooks in Dalian, China. The Dalian facility is a powerful production unit for various productions besides line equipment, and other products include ropes and larger traps for crab fishing.

Hampidjan’s rope and net factory in Lithuania is one of the most technologically advanced facilities in the world and manufactures a number of the products that Mørenot currently purchases from external suppliers, as well as a number of patented products for fishing, oil production and specialized deep-sea projects.

In the field of fishing gear, both companies are leaders in the design and production of bottom trawls. Mørenot has not offered pelagic trawls, where Hampidjan is a leader offering Gloría and Helix pelagic trawls.

More than half of Mørenot's turnover is related to fish farming in Norway, the Shetland Islands, Scotland and Spain, and about 15% of Hampidjan sales are also related to fish farming in the same areas, as well as in Ireland and Iceland. Both companies produce their own nets for fish farm cages and operate large net workshops in Lithuania where the cages are manufactured. Mørenot has developed a patented connection between cages called Flexilink, a digital platform AquaCom and has also developed floating rings for the cages made of light plastics. The potential for synergy is therefore considerable in this area, and it will be possible to advance further in this growth market based on the strong foundation that exists in both companies.

Increased geographic footprint will allow the companies to cross-sell products in their respective market areas. Hampidjan has operations in 15 countries around the world and Mørenot has operations in 8 countries, including three areas where Hampidjan does not have its own operations. In some regions, it would be suitable to combine operations under one roof, but in other regions, it will be possible to offer a greater breadth of product range.

Hampidjan’s turnover has originated from a diverse portfolio of countries in recent years and only about 15% stems from sales to Icelandic companies. Following the merger, around 10% of the group's income will come from sales to Icelandic entities. The group's largest market will be Norway with around 32% of revenues, and 10 countries will have a revenue share of 3-10% each.

Hampidjan currently employs 1,250 individuals and Mørenot approx. 750, as such the combined company will employ around 2,000 people in 18 countries.

Intention to list on the Main Market of Nasdaq Iceland

Hampidjan aims to seek admission of its shares, which are currently listed on Nasdaq First North, to trading on the Main Market of Nasdaq in Iceland in 2023. It is assumed that in conjunction with the listing, Hampidjan’s share capital will be increased in order to diversify the shareholder base, refinance Mørenot's debts, and to secure capital for additional investments in Hampidjan’s production activities in Lithuania, allowing the company to expedite the realization of synergies through the sale of products within the group.

Hjörtur Erlendsson, CEO of Hampidjan:

"Mørenot is a company that we have long seen as a suitable addition to the Hampidjan group, as both geographical distribution and product offering fit well together and the companies have significant potential to support each other in a variety of areas.

There exists great potential for achieving synergy through optimization and integration as well as increasing product sales in areas where the companies, respectively, have not had good access to markets. This potential exists in all aspects of operations, including fishing gear, fish farming products and services for fish farming or high-tech rope solutions for the offshore industry.

Hampidjan is a world leader in the fishing gear market and is considered the largest entity within the sector. The merger will strengthen our position significantly and give us the opportunity to grow even further.

We are happy to welcome the current owners of Mørenot to our shareholder group and to have the opportunity to further strengthen the shareholder base when we move the company from First North to the Main Market of Nasdaq Iceland."

Espen Asheim, Chairman of Mørenot:

“Over the last years we have seen clear trends of increased professionalization, growing need for economies of scale, sustainability, and digitalization in our industry. Mørenot has therefore been focusing on improving our operational efficiency and building structure capital in parallel with participating in various market consolidation discussion. The combination of the two companies is a really strong one, and we could not have found a better match. We look forward to be a part of this great joint unit”

Hampidjan was advised by SEB, Thommessen and Deloitte in Norway, and in Iceland by Arion Bank and Logos.

FSN was advised by Haavind and PwC in Norway and BBA Fjeldco in Iceland.