Klappir Grænar Lausnir hf.: Helstu niðurstöður hluthafafundar 18. nóvember 2022


Helstu niðurstöður hluthafafundar Klappa Grænna Lausna hf. 18. nóvember 2022

Á hluthafafundi Klappa Grænna Lausna hf., sem fram fór þann 18. nóvember 2022, voru eftirfarandi tillögur samþykktar.

I. Tillögur sem samþykktar voru á hluthafafundinum

  1. Tillaga um útgáfu áskriftarréttinda, heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar og kaupa á eigin bréfum

Svofelld tillaga stjórnar var samþykkt:

„Stjórn leggur til við hluthafafund félagsins að stjórn verði heimilt að ákveða útgáfu áskriftarréttinda og hækkun hlutafjár og að félaginu verði heimilt að kaupa eigin bréf, til samræmis við skuldbindingar sínar skv. lánasamningi félagsins við NEFCO.

Stjórn leggur til við hluthafafund félagsins að stjórn verði heimilt að ákveða útgáfu framseljanlegra áskriftarréttinda til NEFCO. Þá verður stjórn félagsins heimilt til 1. nóvember 2027 að hækka hlutafé félagsins til útgáfu hlutabréfa í tengslum við veitingu áskriftarréttindanna, allt að kr. 21.000.000 að nafnvirði. Verði hlutirnir gefnir út, skulu allt að 35% þeirra tilheyra nýjum C flokki hlutabréfa og ekki minna en 65% þeirra tilheyra B flokki hlutabréfa. Greiða má fyrir hina nýju hluti með skuldajöfnuði. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til nýrra hluta.

Enn fremur að samþykkt verði heimild stjórnar til að ákveða hækkun á hlutafé félagsins í B flokki hlutabréfa um allt að kr. 7.350.000 og að sú heimild gildi í 5 ár frá samþykkt hluthafafundarins. Heimildina má nýta í eitt skipti eða fleiri. Heimildinni er ætlað að gera stjórn félagsins kleift að mæta skuldbindingum félagsins er varða rétt hluthafa til þess að umbreyta hlutum í C flokki, skv. útgáfu áskriftarréttinda, yfir í hluti í B flokki. Einungis má greiða fyrir hlutina með hlutum í C flokki, er samsvara nafnvirði þeirra hluta í B flokki (króna fyrir krónu) sem gefnir eru út á grundvelli hækkunarheimildarinnar. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til nýrra hluta.

Þar til viðbótar að samþykkt verði heimild til stjórnar félagsins til að kaupa eigin hluti af hlutafé félagsins í B eða C flokki hlutabréfa sem nemur allt að 10% heildarhlutafjár félagsins eða að hámarki 14.015.370 hluti.“

  1. Tillaga um nýjar samþykktir félagsins

Samþykkt var tillaga stjórnar við hluthafafund um nýjar samþykktir félagsins.

Viðhengi:

Nýjar samþykktir Klappa Grænna Lausna hf.

Viðhengi



Attachments

Nýjar samþykktir Klappa Grænna Lausna hf.