IH 140647 - Boð á fund skuldabréfaeiganda


IH 140647 - Boð á fund skuldabréfaeiganda

Fundarboð

23. nóvember 2022

Með vísan til ákvæða skuldabréfsins IH 140647 („skuldabréfið“) boða Íslandshótel hf. („útgefandi“) til fundar eigenda skuldabréfsins sem haldinn verður klukkan 9:00 þann 8. desember 2022 í fundarherberginu Útgarði á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.

Dagskrá fundarins:

  1. Tillaga um breytingu á skilmálum skuldabréfsins um sérstök skilyrði, nánar tiltekið um fjárhagslega skilmála um takmörkun á skuldsetningu.

Meðfylgjandi fundarboði þessu er tillaga útgefanda sem tekin verður fyrir sem og umboðseyðublað.

Skráning fundargesta verður á fundarstað frá klukkan 8:30 á fundardegi. Þeim fundargestum sem þess óska verður boðið upp á að taka þátt í fundinum með rafrænum hætti. Kjósi fundargestir að nýta sér þann möguleika er þess óskað að þeir hafi samband við útgefanda, í síðasta lagi í lok dags mánudaginn 6. desember 2022.

Samkvæmt ákvæði skuldabréfsins um skilmálabreytingu skal ákvörðun um skilmálabreytingu tekin á fundi skuldabréfaeigenda en til fundarins skal boðað með tveggja vikna fyrirvara að lágmarki. Er fundur skuldabréfaeigenda lögmætur og ákvörðunarbær ef til hans er boðað með réttum hætti. Ákvörðun um skilmálabreytingu telst samþykkt hafi 90% þeirra skuldabréfaeigenda sem til fundarins mæta, miðað við fjárhæð, veitt samþykki sitt.

Frekari upplýsingar veita:

Kolbrún Jónsdóttir, fjármálastjóri Íslandshótela – kolbrun.jonsdottir@islandshotel.is –        GSM 859 9844

Viðhengi



Attachments

Íslandshótel - Tillögur fyrir fund skuldabréfaeigenda Íslandshótel - Umboðseyðublað