Landsvirkjun greiðir upp 50 milljón dollara skuldabréf


Landsvirkjun hefur greitt upp skuldbréf að fjárhæð 50 milljónir dollara (um 7,1 milljarð króna) sem eru á gjalddaga í febrúar 2026. Bréfin voru gefin út undir EMTN skuldabréfarammanum árið 2006 og eru með ISIN númerið XS0244993084.

Skuldabréfin eru með ríkisábyrgð og mun hlutfall lána Landsvirkjunar með ríkisábyrgð því lækka eftir viðskiptin og verða um 10% af heildarlánum Landsvirkjunar en eftirstandandi lán með ríkisábyrgð eru einnig frá árinu 2006. Endurkaup skuldabréfanna endurspegla sterka fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og eru liður í skuldastýringu fyrirtækisins.

Reykjavík, 29 nóvember 2022

Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri sviðs fjármála og upplýsingatækni.