Nova Klúbburinn hf.: Framboð til stjórnar.


Ert þú skemmtilega stjórnsöm týpa?

Aðalfundur Nova Klúbbsins hf. verður haldinn 30. mars 2023. Því óskum við eftir framboðum til stjórnar félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir framboðin og gerir í kjölfarið tillögu um frambjóðendur í stjórn. Tillögur nefndarinnar eru ráðgefandi við stjórnarkjör, ekki bindandi.

Sérstaklega er horft til reynslu á þessum sviðum:
Fjarskipti
Tækni
Markaðsmál
Nýsköpun
Stjórnarhættir

Framboðum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu framboðs og rökstuðningur um færni til að gegna starfinu. Farið er með öll framboð sem trúnaðarmál og listi yfir frambjóðendur verður ekki birtur.

Framboð sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar þurfa að berast fyrir 17. janúar 2023.

Nefndin áskilur sér rétt til að fjalla um framboð sem berast síðar.

Almennum framboðsfresti til stjórnar lýkur fimm sólarhringum fyrir aðalfund eða 25. mars kl. 16:00. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki.

Framboðum skal skilað á netfangið tilnefningarnefnd@nova.is.

Tillaga nefndarinnar að tilnefningu frambjóðenda til stjórnarsetu verður kynnt þremur vikum fyrir aðalfund, með tillögum stjórnar til fundarins.
Hægt er að nálgast framboðseyðublað á fjárfestasíðu félagins: https://www.nova.is/baksvids/dagatal

Viðhengi



Attachments

Framboð til stjórnar. Auglýsing