Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Rekstrarhorfur vegna 2023

Stjórnendur Reita hafa metið rekstrarhorfur félagsins fyrir árið 2023 og eru væntingar um að rekstur á árinu verði góður, útleiga batni milli ára og að vöxtur kostnaðar verði hóflegur.

Gert er ráð fyrir að tekjur ársins verði á bilinu 14.650 - 14.850 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði á bilinu 9.900 -10.100 m.kr.

Horfur um afkomu gera ráð fyrir óbreyttu eignasafni, um 6% meðalverðbólgu yfir árið 2023, að eignabreytingar ársins 2022 skili nettó aukningu tekna um 90 m.kr. og að útleigu- og framkvæmdaverkefni ársins fari að skila auknum tekjum á síðari hluta ársins.

Félagið áformar áframhaldandi fjárfestingar innan eignasafnsins sem og kaup nýrra tekjuberandi eigna ef tækifæri gefast.

Samstæðureikningur félagsins fyrir árið 2022 verður birtur þann 13. febrúar næstkomandi. Félagið hefur gefið út áætlun um að tekjur ársins verði á bilinu 13.250 - 13.400 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu á árinu verði á bilinu 9.050 - 9.200 m.kr. Vænta má að tekjur verði lítillega yfir framangreindum horfum og að rekstrarhagnaður verði í efri mörkum bilsins.

Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.