Hagar hf.: Birting grunnlýsingar


Hagar hf., kt. 670203-2120, Holtavegi 10, 104 Reykjavík hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma víxla og skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 24. janúar 2023 og hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Grunnlýsingin er gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins https://www.hagar.is/fjarfestar/skuldabrefautgafa/

Nánari upplýsingar um Haga hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu og á vefsíðu félagsins. Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá grunnlýsinguna staðfesta hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.


Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, geg@hagar.is

ViðhengiAttachments

Grunnlýsing Haga_24.01.2023_Undirrituð