Kvika banki hf.: Fundarboð á aðalfund 30. mars 2023


Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930 („Kvika“), verður haldinn fimmtudaginn 30. mars 2023, kl. 16:00, á Grand Hótel, Háteigi, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.

Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:

1.         Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.

2.         Ársreikningur félagsins fyrir árið 2022 og ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu.

Stjórn Kviku leggur til að greiddur verði út arður til hluthafa bankans sem nemi kr. 0,4 á hlut sem jafngildir kr. 1.912.410.328, að teknu tilliti til eigin hluta.

3.         Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf.

4.         Tillaga um lækkun hlutafjár með ógildingu eigin hluta og samsvarandi breytingu á samþykktum félagsins.

5.         Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.

6.         Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins.

7.         Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins.

8.         Kosning endurskoðenda félagsins.

9.         Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar félagsins.

10.       Önnur mál.

Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru aðgengileg á heimasíðu félagsins á íslensku og ensku utan þess að ársreikningur félagsins er eingöngu aðgengilegur á ensku. Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis í 21 dag fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, eru einnig birt á heimasíðu félagsins, https://www.kvika.is/fjarfestaupplysingar/hluthafafundir/.

Um frekari upplýsingar vísast til meðfylgjandi fundarboðs.

Viðhengi



Attachments

Kvika banki hf._Fundarboð á aðalfund 2023