Ársreikningur RARIK fyrir árið 2022


Hagnaður RARIK tæplega 2,5 milljarðar króna.

Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 2.459 milljónum króna sem er rúmlega 16% hærra en árið á undan, þegar hagnaður ársins var 2.110 milljón króna. Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets námu 2.339 milljónum króna en þau námu 1.018 milljónum á árinu 2021. Heildarhagnaður að teknu tilliti til þýðingarmunar vegna hlutdeildarfélags og áhrifa af endurmati fastafjármuna nam 2.443 milljónum króna.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 5.601 milljón króna eða 31,1% af veltu ársins, samanborið við 33,7% á árinu 2021. Handbært fé frá rekstri nam 4.471 milljón króna.

Rekstrartekjur hækkuðu um tæp 8% frá árinu 2021 og námu 18.027 milljónum króna en rekstrargjöld hækkuðu  um tæp 11% á milli ára og námu 15.305 milljónum króna.

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á árinu 2022 nam 2.722 milljónum króna sem er um 7% lækkun frá fyrra ári. Hrein fjármagnsgjöld námu 2.582 milljónum króna, en námu á árinu 2021 1.553 milljónir króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir RARIK í árslok 88.914 milljónir króna og hækkuðu um 5.445 milljónir króna á milli ára. Heildarskuldir námu 33.129 milljónum króna og hækkuðu um 3.312 milljónir króna frá fyrra ári. Eigið fé var 55.785 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall því 62,7% samanborið við 64,3% í árslok 2021. Fjárfestingar ársins að frádregnu söluandvirði seldra rekstrarfjármuna námu 6.693 milljónum króna, sem er 1.383 milljónum króna meira en árið á undan.

Þann 30. desember 2022 var gengið frá samkomulagi við Ríkissjóð Íslands um sölu á eignarhlut RARIK í Landsneti hf. Kaupverðið nam 105,9 milljónum USD eða 15.184 milljónum króna. Kaupverðið var greitt með tveimur skuldabréfum til fimm ára annars vegar með 9.111 milljón króna skuldabréfi í íslenskum krónum og hins vegar 42,4 milljóna USD skuldabréfi. Bæði skuldabréfin eru með jöfnum afborgunum. Áhrif sölunnar færð í rekstrarreikning voru jákvæð um 1.358 milljónir króna.

Tekjur samstæðunnar hækkuðu á milli ára vegna aukinna tekna af dreifingu og raforkusölu. Tekjur af tengigjöldum voru lægri en árið áður. 

Stöðugt er unnið að endurnýjun dreifikerfisins með lagningu jarðstrengja í samræmi við langtímaáætlun fyrirtækisins og í árslok 2022 var hlutfall jarðstrengja í dreifikerfi RARIK um 75%.

Stjórn RARIK leggur til við aðalfund að greiddar verði 310 milljónir króna í arð til eiganda fyrirtækisins, sem er Ríkissjóður Íslands.

Samstæðuársreikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

Í áætlunum fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að niðurstaða í rekstri RARIK verði svipuð og árið á undan. Samkvæmt  fjárfestingaráætlun fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir meiri fjárfestingum en á árinu 2022 eða um 7,8 milljörðum króna samanborið við 6,7 milljarðar fjárfestingu árið 2022. 

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna

Helstu stærðir úr rekstri20222021202020192018
      
Rekstartekjur 18.02716.74816.26816.77716.637
Rekstrargjöld 15.30513.83013.47013.27613.022
Rekstrarhagnaður2.7222.9182.7983.5013.615
Hrein fjármagnsgjöld-2.582 -1.553 -1.612 -1.059 -1.274
Áhrif hlutdeildarfélags2.3391.018832770909
Hagnaður fyrir skatta2.4802.3832.0183.2123.250
Tekjuskattur-21 -273 -237 -486 -469
Hagnaður2.4592.1101.7812.7262.781
      
Eignir samtals 88.91483.46978.85468.30665.953
Eigið fé55.78553.65249.72243.92641.132
Skuldir33.12929.81729.13224.38024.821
      
Handbært fé frá rekstri4.4714.5704.3034.3073.755
Greidd vaxtagjöld785740689734667
      
EBITDA5.6015.6495.2715.7405.569
Vaxtaþekja7,147,637,657,828,35
Eiginfjárhlutfall62,7%64,3%63,1%64,3%62,4%
      
EBITDA/Velta31,1%33,7%32,4%34,2%33,5%
      


Ársreikningur RARIK 2022 var samþykktur á fundi stjórnar þann 17. mars, 2023 og heimilaði stjórn birtingu hans í Kauphöll Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri RARIK, í síma 528 9000.

Viðhengi



Attachments

Samstæðuársreikningur RARIK ohf 2022 Fréttatilkynning um samstæðuársreikning RARIK 2022