Eimskip: Heildarfjöldi hluta og atkvæða


Vísað er til hlutafjárlækkunar félagsins sem var framkvæmd með lækkun eigin hluta þann 25. apríl 2023 og í dag 26. apríl 2023 með lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa.

Í 19. gr. laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021 segir að ef útgefandi lækkar hlutafé sitt eða fækkar atkvæðum skuli hann, við fyrsta tækifæri og í síðasta lagi á síðasta viðskiptadegi þessa mánaðar er breytingar eiga sér stað, birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða.

Með vísan til þessa upplýsist að hlutafé félagsins er kr. 167.850.000 og hver hlutur er ein króna. Eigin hlutir eru kr. 1.725.320 og heildarfjöldi atkvæða því kr. 166.124.680.