Helstu niðurstöður aðalfundar Klappa Grænna Lausna hf. árið 2023


Helstu niðurstöður aðalfundar Klappa Grænna Lausna hf. árið 2023

Á aðalfundi Klappa Grænna Lausna hf., sem fram fór þann 27. apríl 2023, voru eftirfarandi tillögur samþykktar auk þess sem ný stjórn var kjörin.

I. Tillögur sem samþykktar voru á aðalfundinum

  1. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár var kynntur og staðfestur
  2. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap ársins 2022

Samþykkt var tillaga stjórnar við aðalfund um að ekki yrði greiddur arður til hluthafa og að tap rekstrarársins 2022 verði fært til lækkunar á eigin fé félagsins.

  1. Kosning endurskoðunarfélags

Svofelld tillaga stjórnar var samþykkt:
Stjórn leggur til að Deloitte ehf., og Birna María Sigurðardóttir endurskoðandi sem þar starfar, verði endurkjörið endurskoðunarfirma félagsins.“

  1. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna

Samþykkt var tillaga stjórnar um að stjórnarlaun yrðu óbreytt eða sem nemur kr. 50.000 fyrir hvern setinn stjórnarfund.

  1. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins

Stjórn lagði til að gildandi starfskjarastefna yrði samþykkt óbreytt.

  1. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins

Svofelld tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins var samþykkt:

„Stjórn leggur til að gildandi heimild stjórnar, skv. gr. 5.2 samþykkta félagsins, til að ákveða hækkun á hlutafé félagsins í B-flokki hlutabréfa verði framlengd um fimm ár frá aðalfundi félagsins 2023.“

  1. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins

Svofelld tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins var samþykkt:

„Stjórn leggur til að gerð verði breyting á gr. 7.9 samþykkta félagsins þess efnis að endanlega dagskrá og tillögur fyrir aðalfund skuli birta tveimur vikum fyrir aðalfund en ekki einni viku fyrir fundinn. Er því lagt til að ákvæðið verði eftirleiðis svohljóðandi:  Hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin fyrir á hluthafafundi, ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til stjórnar með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins að gættum ákvæðum laga um hlutafélög. Slíkri kröfu skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til stjórnar félagins eigi síðar en viku fyrir boðun aðalfundar. Kröfu má gera síðar en þó í síðasta lagi tíu dögum fyrir aðalfundinn. Birta skal ályktunartillögur hluthafa á vef félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku þeirra. Viku fyrir hluthafafund (tveimur vikum fyrir aðalfund) skal senda út endanlega dagskrá og tillögur.“

II. Stjórnarkjör

Eftirtaldir aðilar skipa nýja stjórn félagsins:

  • Ágúst Einarsson
  • Gunnar Sigurðsson
  • Hildur Jónsdóttir
  • Sigurður Þórarinsson
  • Vilborg Einarsdóttir

Að aðalfundi loknum kom nýkjörin stjórn saman og skipti með sér verkum. Formaður stjórnar er Ágúst Einarsson og Sigurður Þórarinsson varaformaður.