Helstu niðurstöður
- Vörusala nam 29.484 millj. kr. samanborið við 24.572 millj. kr. árið áður og jókst um 20,0% milli ára.
- Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 6.227 millj. kr. og jókst 493 millj. kr. eða 8,6% á milli ára.
- Framlegðarstig nam 21,1% og lækkar um 2,2 p.p. og um 0,5 p.p. frá síðasta ársfjórðungi. Áframhaldandi þrýstingur á framlegðarstig í öllum vöruflokkum.
- Laun og starfsmannakostnaður eykst um 22,2% milli ára en stöðugildum fjölgar um 12,2% milli ára vegna opnunar nýrra verslana á síðasta ári.
- EBITDA nam 1.401 millj. kr. samanborið við 1.749 millj. kr. á 1F 2022, sem jafngildir 19,9% lækkun milli ára.
- Eigið fé í lok 1F 2023 nam 32.905 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 34,9% samanborið við 36,9% í árslok 2022.
- EBITDA afkomuspá fyrir árið er óbreytt og nemur 9.750 – 10.250 millj. kr.
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi:
Kröftugur tekjuvöxtur en rekstrarniðurstaðan litast af áhrifum verðbólgu
„Rekstur félagsins var ágætur á fyrsta ársfjórðungi og í takt við áætlanir félagsins en rekstrarumhverfi smásölu hefur sjaldan verið eins krefjandi og nú. Vörusala jókst um 20,0% miðað við sama tímabil og í fyrra og nam 29.484 millj. kr. Framlegð af vöru- og þjónustusölu jókst um 8,6% og var magnaukning á flestum sviðum rekstrar nema í sölu eldsneytis til stórnotenda milli ára. Áframhaldandi hækkun á aðföngum hafði sem fyrr áhrif á framlegðarstig sem lækkaði um 2,2 p.p. milli ára eða 0,5 p.p. milli ársfjórðunga.
Félagið er í miklum vexti með nýjum verslunum og þjónustu um land allt sem útskýrir að hluta aukningu stöðugilda sem nemur 12,2% milli ára. N1 leiðir breytingar í orkuskiptum á landsvísu með uppsetningu á 30 hraðhleðslustöðvum víðs vegar um landið á næstu mánuðum. Krónan stendur vaktina nú sem endranær, veitir harða samkeppni og leitar allra leiða til að sporna gegn verðhækkunum á vörum til neytenda sem halda áfram að berast frá birgjum. ELKO heldur áfram sókn sinni á raftækjamarkaði með 14% vexti milli ára.
Horfur í rekstrinum eru ágætar. Við sjáum fram á sterkt ferðamannasumar með áframhaldandi arðbærum vexti og auknu kostnaðaraðhaldi. EBITDA spá félagsins fyrir árið 2023 er óbreytt eða 9.750 – 10.250 millj. kr.“, segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.
Viðhengi