Leiðrétting: Reginn hf.: Útgáfa á nýjum grænum skuldabréfaflokkum


Í fréttatilkynningu sem birt var fimmtudaginn 25. maí sl. var upphæðin að nafnverði sem félagið keypti til baka af REGINN23 GB röng. Rétt upphæð sem félagið kaupir til baka að nafnvirði eru 2.880 m.kr. Sjá leiðrétta tilkynningu fyrir neðan.

Reginn hf. (Nasdaq: REGINN) hefur lokið útboði í tveimur nýjum grænum skuldabréfaflokkum REGINN100740 GB og REGINN25 GB.

REGINN100740 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 10. júlí 2040 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (annuity) fram til lokagjalddaga þegar allar eftirstöðvar höfuðstólsins greiðast í einni greiðslu. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 3,553%.

REGINN25 GB er grænn, óverðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 1. júlí 2025 og greiðist allur höfuðstóll bréfsins á lokagjalddaga. Greiðslur vaxta fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 9,735%.

Í flokkinn REGINN100740 GB bárust tilboð að fjárhæð 6.340 m.kr. að nafnverði, en útboðið fór fram á fastri ávöxtunarkröfu 3,60%. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 6.340 m.kr. að nafnverði.

Í flokkinn REGINN25 GB bárust tilboð að fjárhæð 1.240 m.kr. að nafnverði, en útboðið fór fram á fastri ávöxtunarkröfu 10,10%. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 1.240 m.kr. að nafnverði

Samhliða útboðinu kaupir Reginn til baka skuldabréf í flokknum REGINN23 GB að nafnverði 2.880 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 7%, en útgáfa hinna nýju skuldabréfaflokka var liður í endurfjármögnun þess skuldabréfaflokks sem er með lokagjalddaga 30. júní næstkomandi.

Á árinu 2020 hóf Reginn hf. endurfjármögnunarferli á vaxtaberandi lánum félagsins, hagfellt vaxtaumhverfi leiddi til þess að meðal verðtryggðir vextir félagsins stóðu í 2,80% í lok árs 2022. Með farsælu útboði dagsins náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins. Með þessari útgáfu verður næsti lokagjalddagi skráðra skuldabréfa félagsins á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er í júlí 2025 og þar á eftir í júní 2027.

Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 1. júní næstkomandi. Óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. í kjölfarið. 

Nálgast má grunnlýsingu, endanlega skilmála og önnur skjöl er varða útgáfu framangreindra skuldabréfaflokka á vefsíðu félagsins á slóðinni https://www.reginn.is/fjarfestavefur/fjarmognun/skuldabrefautgafa/. Tilkynningar sem félagið birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Íslandsbanki hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna ásamt töku þeirra til viðskipta á Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar:

Rósa Guðmundsdóttir – Framkvæmdastjóri fjármála– rosa@reginn.is  - S: 512 8900 / 844 4776