Reginn hf.: Árétting um valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.


Með vísan til fyrri tilkynningar Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) er varðar fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð Regins í Eik fasteignafélag hf. („Eik“), áréttar stjórn Regins, í ljósi ákvörðunar stjórna Eikar og Reita fasteignafélags hf. sbr. tilkynningu 30. júní sl., að hún hyggst standa við áform sín um að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í hlutafé Eikar.

Líkt og kom fram í tilkynningu félagsins, dags. 8. júní 2023, um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð Regins í Eik, liggur fyrir að hluthafar í Eik, sem fara með meirihluta hlutafjár Eikar, hafa lýst yfir jákvæðum viðbrögðum gagnvart áformunum í kjölfar markaðsþreifinga.

Í kjölfar viðskiptanna er fyrirhugað að Eik verði afskráð af markaði, sameinað Regin eða rekið sem dótturfélag að meirihluta í eigu Regins og verði þannig hluti af samstæðu Regins.

Málið er í lögbundnum farvegi og verður hluthafafundur í félaginu haldinn þriðjudaginn 4. júlí nk. þar sem greidd verða atkvæði um tillögu um að veita stjórn heimild til útgáfu nýs hlutfjár í Regin til þess að standa við uppgjör á tilboðinu. Ákvarðanir stjórna Eikar og Reita raska ekki því lögbundna ferli. Hluthafar eru hvattir til þess að beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi Regins.  

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð Regins í Eik, s.s. kynningu á valfrjálsa yfirtökutilboðinu og upplýsingar um fyrirhugaðan hluthafafund, á heimasíðu félagsins.

Nánari upplýsingar:

Tómas Kristjánsson– Stjórnarformaður Regins – tomas@sigla.is - s.  860-3032